Blik 1969/Frá Fljótsdal í Fljótshlíð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1969


Frá Fljótsdal í Fljótshlíð


ctr


Einn af góðborgurum okkar hér í Eyjum er Ágúst ÚlfarssonMelstað við Faxastíg (nr. 8B).
Honum til heiðurs og ánægju, að Blik ætlar, og okkur öllum til nokkurs sögulegs fróðleiks, birtir ritið hér mynd af honum í systkinahópnum gjörvilega frá Fljótsdal í Fljótshlíð, þar sem foreldrarnir bjuggu um árabil.

Fremri röð frá vinstri:
1. Guðrún Úlfarsdóttir, ráðskona í Drangshlíð undir Eyjafjöllum, f. 29. okt. 1897 í Fljótsdal.
2. Ingunn Úlfarsdóttir, f. 6. jan. 1899 í Fljótsdal, dáin 18. nóv. 1958. Hún var gift Sigurði Sigurðssyni, sjómanni og skipasmið í Vestmannaeyjum.
3. Ingibjörg Úlfarsdóttir, f. 13. okt. 1893 í Fljótsdal, d. 14. jan. 1969. Maður hennar var Guðjón Kr. Þorgeirsson, verkamaður frá Vestmannaeyjum.
4. Guðbjörg Úlfarsdóttir, f. 7. sept. 1901 í Fljótsdal. Eiginmaður hennar er Kjartan S. Norðdahl í Rvík.
5. Þórunn Úlfarsdóttir, f. 31. jan. 1903 í Fljótsdal. Hún var gift Birni H. Eiríkssyni bílstj. í Reykjavík. Hann lézt 19. jan. 1931.
Aftari röð frá vinstri:
1. Brynjólfur Úlfarsson, f. 18. febr. 1895 í Fljótsdal. Hann er bóndi í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, kvæntur Ólafíu Guðlaugu Guðjónsdóttur frá Stóru-Mörk.
2. Jón Úlfarsson, f. 22. júlí 1892 í Fljótsdal, d. 25. nóv. 1954. Hann var kvæntur Guðbjörgu Auðunsdóttur frá Eyvindarmúla. Þau bjuggu í Fljótsdal.
3. Sæmundur Úlfarsson, f. 7. ágúst 1905 í Fljótsdal, kvæntur Guðlaugu Einarsdóttur. Þau búa að Heylæk í Fljótshlíð.
4. Óskar Úlfarsson, f. 27. des. 1889 í Fljótsdal, d. 5. febr. 1946.
5. Ágúst Úlfarsson, f. 9. júní 1896 í Fljótsdal. Kvæntur er hann Sigrúnu Jónsdóttur frá Vilborgarstöðum í Eyjum. Heimili þeirra er að Melstað (Faxastíg 8B hér í bæ). Ágúst Úlfarsson var hér útvegsbóndi um árabil.
6. Guðjón Úlfarsson, f. 24. maí 1891 í Fljótsdal, d. 13. maí 1960. Hann var kvæntur Þuríði Guðrúnu Vigfúsdóttur frá Hrauk í A-Landeyjum. Hún lézt 30. ágúst 1946. Þau hjón bjuggu í Vatnsdal í Fljótshlíð.
Frú Þuríður ólst upp í Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Hún er nefnd í Bliki 1963, í grein þar um Ágúst kennara Árnason. Ýmislegt er þar rangt með farið vegna óábyggilegra heimilda, og bið ég afsökunar á þeim missögnum, sem ég hefi fyrst fengið leiðréttingu á 5 árum síðar. Það er erfitt að ætla öðrum að fara með fullyrðingar, sem hvergi eru í námunda við sannleikann.
7. Sigurþór Úlfarsson, f. 3. fehr. 1907 í Fljótsdal. Kvæntur er hann Katrínu Einarsdóttur frá Reykjavík.
Smámyndirnar beggja vegna eru af foreldrum systkinanna: Úlfari bónda Jónssyni og konu hans, Guðlaugu Brynjólfsdóttur. Úlfar bóndi var fæddur í Fljótsdal 24. sept. 1854, d. 1932. Frú Guðlaug fæddist í Vesturkoti á Skeiðum 21. apríl 1871, d. 1910. Þau gengu í hjónaband árið 1890. Þau bjuggu í Fljótsdal í Fljótshlíð til dánardægurs og ólu þar upp hjálparlaust öll sín börn. Þ.Þ.V.