Blik 1937, 2. tbl./Gagnfræðaskólinn

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Efnisyfirlit 1937


GAGNFRÆÐASKÓLINN

Prófum lauk í gagnfræðaskóla kaupstaðarins 30. f.m. Skólaslit fóru fram að kvöldi hins 1. maí með samsæti nemenda, kennara og nokkurra gesta.
Ræður fluttu auk skólastjóra Þorsteinn Einarsson kennari, Kristján Friðriksson kennari og Jón Hallvarðsson fulltrúi.
Nemendur voru alls 51 í skólanum, þá flestir voru. Þar af gengu 27 undir próf í 1. bekk, 11 í 2.b. og 8 í 3.b.
Nemendur stunduðu námið af dugnaði og með góðum árangri. Þeir tóku yfirleitt góð próf og sumir með afbrigðum.
Hæstu einkunnir hlutu þessir nemendur:

1.b.
Magnea Hannesdóttir 9,55
Helgi Sæmundsson 8,86
Erla Ólafsdóttir 8,82
2.b.
Sigurður E. Finnsson 8,50
Friðrik Jörgensen 8,47
Jóhann Vilmundarson 8,41
3.b.
Björg Hjörleifsdóttir 8,53
Árna Jónsdóttir 8,08
Bera Þorsteinsdóttir 7,63

Piltarnir stunduðu útiíþróttir í frístundum sínum og kepptu í þeim að lokum.
Fimm piltar, sem náðu bestum árangri, fengu bókaverðlaun. Þeir voru þessir: Sigurður E. Finnsson, Jóhann Vilmundarson, Baldur Þorgilsson, Vilhjálmur Árnason og Gunnar Stefánsson.
Nemendur störfuðu að ýmsum félagsmálum af miklum áhuga og fórnfýsi. Þeir öfluðu einnig fjár í ferðasjóð sinn með opinberri skemmtun og mættu bæjarbúar þeirri viðleitni þeirra með velvild og skilningi; þess vegna eiga þeir nú allmyndarlegan ferðasjóð, sem þeir ætla sér að nota á komandi sumri. Fyrir þessa velvild þökkum við.

Þ.Þ.V.