Bjarni Herjólfsson (Einlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bjarni Herjólfsson

Fæddur í Vestmannaeyjum 19. júlí 1932, d. 3. júní 2004.

Faðir Herjólfur Guðjónsson verkstjóri í Vestmannaeyjum, f. í Vestmannaeyjum 25.12.1904, d. 31.01. 1951. Föðurafi Guðjón Jónsson trésmiður í Vestmannaeyjum, f. 27.12.1874, d. 25.10.1959. Föðuramma Guðlaug Pétursdóttir húsmóðir i Vestmannaeyjum, f. 01.03.1877, d. 24.06.1921.

Móðir Guðbjört Guðbjartsdóttir húsmóðir, f. í Grindavík 11.10.1906, d. 20.09.1997. Móðurafi Guðbjartur Guðmundsson sjómaður í Grindavík, f. 04.10.1882, d. 14.04.1906. Móðuramma Jóhanna Bjarnadóttir húsmóðir í Grindavík, f 04.08.1886, d. 20.08.1962.

Fyrri störf og námsferill: Almenn verkamannavinna. Gagnfræðapróf í Vestmannaeyjum 1949, landspróf 1951. Grunnnám hjá Flugmálastjórn fyrri hluta árs 1954. Hóf störf hjá Flugmálastjórn 1. maí 1954. TWR réttindi í Vestmannaeyjum.

Starfsferill: Hlaut verklega starfsþjálfun í flugturni Reykjavíkur, starfaði við flugradíó Akureyrar hluta úr árunum 1955 og 1956, síðan flugumferðarstjóri í Vestmannaeyjum til starfsloka. Hætti störfum hjá Flugmálastjórn 19.07.1995 vegna starfslokaákvæða.

Félags- og trúnaðarstörf: Trúnaðarmaður á vinnustað árum saman. Maki, gifting 10.10.1959, Unnur Ketilsdóttir flugradíóvörður á Ísafirði 1949-1952, síðar flugfreyja, sat grunnnámskeið í ATC, des. 1955 - apríl 1956, nú símavörður hjá Flugleiðum, f. á Ísafirði 05.01.1933. Tengdafaðir Ketill Guðmundsson kaupfélagsstjóri á Ísafirði, f. 25.11.1894, d. 17.09.1983. Tengdamóðir María Jónsdóttir húsmóðir, f. á Ísafirði 23.09.1911, d. 29.06.1974.

Barn: Auður hjúkrunarfræðingur, f. 01.02.1960.