Bjarni Halldór Baldursson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bjarni Halldór Baldursson.

Bjarni Halldór Baldursson frá Vallanesi, bifvélavirkjameistari fæddist þar 3. mars 1943 og lést 25. nóvember 2017.
Foreldrar hans voru Jón Baldur Sigurðsson smiður, verkamaður, f. 27. desember 1913, d. 27. apríl 2002, og kona hans Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.

Börn Sigríðar og Baldurs:
1. Birkir Baldursson, f. 27. ágúst 1936.
2. Guðný Sigríður Baldursdóttir, f. 31. janúar 1940.
3. Bjarni Halldór Baldursson bifvélavirkjameistari í Eyjum, f. 3. mars 1943, d. 25. nóvember 2017.
4. Guðbjörg Ósk Baldursdóttir, f. 16. nóvember 1955.

Bjarni var með foreldrum sínum í æsku. Hann varð þriðja bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959, lauk námi í bifvélavirkjun hjá Hreggviði Jónssyni og rak Bílaverkstæði Kristjáns og Bjarna með Kristjáni Ólafssyni um skeið. Síðar vann hann einnig hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja og í Fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar til starfsloka.
Bjarni varð einn af bikarmeisturum ÍBV í knattspyrnu 1968.
Þau Oddný giftu sig 1965, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Heiðarvegi 20, þá á Hilmisgötu 1 til Goss. Þau bjuggu í Reykjavík í nokkra mánuði, en sneru aftur í október 1973, eignuðust íbúð á Foldahrauni 40 og bjuggu þar til skilnaðar 1986.

Síðar bjó Bjarni með Jarþrúði Júlíusdóttur.

I. Kona Bjarna Halldórs, (24. desember 1965, skildu 1986), er Oddný Ögmundsdóttir húsfreyja, bókhaldari, f. 8. júní 1944 í Landakoti.
Börn þeirra:
1. Svava Bjarnadóttir, f. 17. janúar 1964. Maður hennar er Gunnar Adólfsson.
2. Sigríður Bjarnadóttir (Sirrý), f. 24. desember 1969. Maður hennar er Árni Gunnarsson.
II. Sambýliskona Bjarna var Jarþrúður Júlíusdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 8. október 1947, d. 20. ágúst 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.