Bjarni Guðmundsson (Sjólyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Guðmundsson frá Sjólyst fæddist 9. júlí 1873 í Sjólyst og lést 11. júlí 1896.
Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson skipherra í Sjólyst, f. 31. október 1848, d. 23. ágúst 1882, og kona hans Auðbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 19. júní 1942, d. 15. janúar 1921.

Systkini Bjarna voru:
1. Helgi Guðmundur Guðmundsson, f. 20. ágúst 1869, d. 8. apríl 1937. Hann fór til Vesturheims.
2. Einar Guðmundsson, f. 23. apríl 1876, fór til Vesturheims, d. 17. febrúar 1926.
3. Sigríður Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 17. janúar 1878, fór til Vesturheims, d. 19. ágúst 1966.
4. Árni Guðmundsson, f. 16. ágúst 1880, fór til Vesturheims, d. 7. febrúar 1923.

Bjarni fluttist með fjölskyldu sinni til Utah 1882.
Hann lést í Utah 1896 úr tæringu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders in Utah. La Nora Allsted.
  • Utah Icelandic Settlement, vefrit.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.