Björn Erlendsson (Þinghól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Björn Erlendsson)
Fara í flakk Fara í leit
Björn Erlendsson.

Björn Erlendsson, Þinghól, fæddist 2. október 1889 í Engigarði í Mýrdal. Árið 1912 kom Björn til Vestmannaeyja og var sjómaður með Stefáni Björnssyni í Skuld til ársins 1915. Formennsku hóf Björn á Höfrungi og var með hann í tvær vertíðir. Þá keypti hann ásamt fleirum 12 lesta bát sem hét Adolf. Með þann bát var hann til 3. mars 1918 þegar hann fórst með allri áhöfn austur af Eyjum í ofsa suðaustan veðri.



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Björn Erlendsson skipstjóri fæddist 2. október 1889 í Engigarði í Mýrdal, fórst með báti sínum Adólfi 3. mars 1918.
Foreldrar hans voru Erlendur Björnsson bóndi, f. 14. ágúst 1864 í Holti í Mýrdal, d. 16. febrúar 1927, og kona hans Ragnhildur Gísladóttir húsfreyja, f. 28. júní 1861 á Mið-Fossi í Mýrdal, d. 1. nóvember 1921.

Björn var með foreldrum sínum í Engigarði til 1898, í Vík 1898-1899.
Hann var vikadrengur í Holti í Álftaveri 1899-1900, tökubarn í Reynishjáleigu og síðan vinnumaður 1901-1907, vinnumaður í Vík 1907-1909.
Björn fór til Eyja 1909, var sjómaður þar til 1912, var hjá foreldrum sínum í Vík 1912-1915, var síðan sjómaður í Eyjum, var með Stefáni í Skuld til 1915, síðan bátsformaður á Höfrungi VE til 1917. Hann eignaðist bátinn Adólf VE 191 með Friðriki Svipmundssyni á Löndum og Bergsteini bróður sínum og var formaður á honum uns hann fórst 1918. Með honum fórst einnig Bergsteinn bróðir hans og þrír aðrir sjómenn.
Þau Stefanía giftu sig 1914, eignuðust fimm börn, en misstu tvö þeirra nýfædd. Þau bjuggu í Skálholti eldra og í Þinghól.
Björn lést 1918 og Stefanía 1963.

I. Kona Björns, (7. nóvember 1914), var Stefanía Steinunn Jóhannsdóttir frá Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, Gull., húsfreyja, f. 3. mars 1886, d. 14. maí 1963.
Börn þeirra:
1. Anton Björnsson, f. 20. desember 1914, d. 21. desember 1914.
2. Ingibjörg Björnsdóttir, f. 20. desember 1914, d. sama dag.
3. Adólf Ingimar Björnsson rafvirki, rafveitustjóri, f. 28. febrúar 1916, d. 3. mars 1976.
4. Jóhann Garðar Björnsson vélsmiður, verkstjóri í Reykjavík, f. 7. febrúar 1917 í Þinghól, d. 17. febrúar 1977.
5. Björn Bergsteinn Björnsson iðnrekandi og framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2. október 1918 í Vík í Mýrdal, d. 26. nóvember 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.