Björgvin Vilhjálmsson (Túni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björgvin Vilhjálmsson frá Bakkagerði á Borgarfirði eystra, sjómaður, skipstjóri, síðar útgerðarmaður á Borgarfirði eystra fæddist 30. júlí 1897 á Ósi þar og lést 9. nóvember 1961.
Faðir hans var Vilhjálmur bóndi á Þrándarstöðum og í Bakkagerði í Borgarfirði eystra, f. 29. desember 1866, d. 15. október 1913, Stefánsson bónda á Jökulsá, Bakkagerði og á Þrándarstöðum, f. 12. desember 1836, d. 22. nóvember 1916, Abrahamssonar bónda og hreppstjóra á Bakka í Borgarfirði eystra, f. 27. nóvember 1798, d. 1873, Ólafssonar, og konu Abrahams, Sigurbjargar húsfreyju, f. 1809, Jónsdóttur.
Móðir Vilhjálms á Þrándarstöðum og kona Stefáns á Jökulsá var Rannveig húsfreyja, f. 29. nóvember 1835, d. 23. ágúst 1886, Jónsdóttir bónda á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, f. 1796, Gunnarssonar (Skíða-Gunnars Þorsteinssonar), og konu Jóns á Fljótsbakka, Guðbjargar húsfreyju, f. 15. febrúar 1813, d. 7. desember 1862, Vernharðsdóttur prests Þorkelssonar.

Móðir Björgvins og kona Vilhjálms bónda á Þrándarstöðum var Solveig húsfreyja þar, f. 8. apríl 1865, d. 17. júlí 1951, Guðmundsdóttir bónda í Nesi í Borgarfirði eystra, f. 30. september 1828, d. 17. júní 1890, Ásgrímssonar bónda á Hrærekslæk í Hróarstungu, f. um 1788, Guðmundssonar, og síðari konu Ásgríms, Helgu húsfreyju, f. 1796, Þorsteinsdóttur.
Móðir Solveigar á Þrándarstöðum og kona Guðmundar í Nesi var Ingibjörg húsfreyja, f. 14. janúar 1830, d. 30. september 1910, Sveinsdóttir bónda í Brúnavík, á Snotrunesi og víðar í Desjamýrarsókn, f. 1787, Snjólfssonar, og konu Sveins, Gunnhildar húsfreyju, f. 1801, Jónsdóttur sterka (annar Hafnarbræðra) í Höfn við Borgarfjörð eystra, Árnasonar prests á Desjamýri Gíslasonar.

Systur Björgvins í Eyjum voru:
1. Hildur Margrét Vilhjálmsdóttir húsfreyja, fyrri kona Eyþórs Þórarinssonar frá Oddsstöðum, fædd 31. janúar 1892, d. 16. júlí 1936.
2. Rannveig Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1895, d. 19. október 1970. Hún var fyrr gift Gísla Þórðarsyni frá Dal, síðar Haraldi Viggó Björnssyni bankastjóra.

Björgvin var með foreldrum sínum í Bakkagerði 1901 og 1910.
Hann fluttist með þeim og Hildi Margréti systur sinni frá Norðfirði að Túni 1912 og var þar verkamaður í lok árs.
Hann og foreldrar hans héldu til Borgarfjarðar 1913, en faðir hans lést á árinu. Björgvin sneri til Eyja frá Borgarfirði 1915 og var verkamaður á Sólheimum í lok ársins, einnig 1916. Hann var enn í heimili hjá Hildi systur sinni 1919, en 1920 var hann ókvæntur vinnumaður á Hólmi hjá Jóni Ólafssyni og Stefaníu Einarsdóttur.
Þau Guðrún Guðfinna komu með Kristin til Eyja frá Reyðarfirði 1924, bjuggu á Búðarfelli 1927.
Björgvin var sjómaður á Strandvegi 1C 1930, á Miðhúsum 1934.
Hann var skipstjóri á Loka VE-281 vertíðina 1935.
Fjölskyldan fluttist til Borgarfjarðar eystra og þar var Björgvin útgerðarmaður 1950.
Hann lést 1961 og Guðrún Guðfinna 1976.

Kona Björgvins, (1. nóvember 1923), var Guðrún Guðfinna Pétursdóttir húsfreyja frá Skálateigi í Norðfirði, f. 31. ágúst 1900, d. 21. mars 1976.
Barn þeirra var
1. Kristinn Björgvinsson sjómaður, síðast á Krókahrauni í Hafnarfirði, f. 5. febrúar 1924, d. 8. apríl 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.