Björgvin Guðmundsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Björgvin

Björgvin Guðmundsson fæddist 15. maí 1915 og lést 9. mars 1999. Hann bjó í húsinu Viðey við Vestmannabraut 30. Seinni ár ævi sinnar bjó hann í Reykjavík en var jarðsettur í Vestmannaeyjum.

Björgvin var formaður á Ársæli VE 1948-1967, hann átti hlut í bátnum.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Björgvin:

Ársæl báru afla klár
ýtir gniðar meyja,
býsna hár og brima knár
Bjöggi Viðar-eyjar.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Björgvin þétt fiski fargar
fírinn Guðmunds órýri,
baðar Ársæl í æði
öldunnar hríðar köldu.
Sterklegur áfram arkar
aldrei með mála skvaldur,
geðugur grérinn téði
gætir að formanns sæti.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.