Björn Jónsson (Hlíðarenda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björn Jónsson frá Akurey í Landeyjum, útgerðarmaður í Eyjum fæddist 9. júní 1886 og lést 18. febrúar 1924.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi á Hrauki og í Akurey í Landeyjum, f. 16. maí 1841, d. 7. maí 1913, og kona hans Arnbjörg Andrésdóttir húsfreyja f. 8. ágúst 1840, d. 22. janúar 1921.

Systir Björns var Arndís Jónsdóttir húsfreyja, síðar í Vesturheimi, f. 30. maí 1876, d. 12. október 1969.

Björn var með foreldrum sínum í Akurey 1890 og 1901, var vinnumaður hjá Guðmundi bróður sínum þar 1910.
Hann fluttist til Eyja 1915, kvæntist Jónínu 1917 og eignaðist með henni fjögur börn. Þau misstu fyrsta barn sitt þriggja vikna gamalt. Þau bjuggu á Hlíðarenda 1919-1921, á Rauðafelli 1922-1924.
Björn lést 1924 og Jónína 1976.

Kona Björns, (10. nóvember 1917), var Jónína Jónsdóttir frá Jómsborg, húsfreyja, f. 11. júlí 1892, d. 21. mars 1976.
Börn þeirra:
1. Kristín Ásta Björnsdóttir, f. 25. janúar 1919 á Hlíðarenda, d. 19. febrúar 1919.
2. Karolína Kristín Björnsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 22. nóvember 1919 á Hlíðarenda, síðast í Hafnarfirði, d. 29. mars 1999.
3. Oddur Björnsson verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 13. september 1921 á Hlíðarenda, d. 1. febrúar 1950.
4. Björney Jóna Björnsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1924 á Rauðafelli, d. 3. janúar 2014 á Ísafirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.