Björg Sveinsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björg Sveinsdóttir húsfreyja frá Háagarði fæddist 11. mars 1852, d. 30. júlí 1938.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson sjávarbóndi í Háagarði, f. 26. desember 1825, drukknaði 30. mars 1859, og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1822. d. 3. febrúar 1894.

Systkini Bjargar í Eyjum:
1. Ragnheiður Sveinsdóttir húsfreyja í Uppsölum, kona Sigmundar Finnssonar.
2. Jósef Sveinsson sjómaður, f. 9. júní 1848, d. 26. febrúar1869 í Útilegunni miklu.
3. Sigríður Sveinsdóttir, f. 18. júní 1849, d. 2. september 1925.

Björg var 4 ára með foreldrum sínum í Háagarði 1855. Hún var í fóstri í París 1860, 18 ára vinnukona í Elínarhúsi 1870, 24 ára vinnukona í húsi Jóns Árnasonar í Reykjavík 1880.
Við skráningu 1890 var hún gift kona í Uppsölum 3 í Eyjum með manni sínum Stefáni Guðmundi 32 ára og barni sínu Valgerði Hansdóttur (síðar Kristjánsdóttur) 9 ára.
Hún var gift kona í Svartahúsi í Vestdalseyrarsókn í Seyðisfirði 1901, en án mannsins. Þar var hún hjá dóttur sinni Valgerði Kristjánsdóttur, sem var 20 ára ekkja f. í Reykjavík. Þá var Stefán Guðmundur kvæntur í Hreppshúsi þar, en án konunnar.
Björg var meðal Vesturfara frá Þórarinsstaðaeyri við Seyðisfjörð 1902 með stefnu á Winnipeg, en Stefán Guðmundur fór þaðan Vestur 1903 undir nafninu Guðmundur Erlendsson.
Hún bjó fyrst í Winnipeg en síðan í Selkirk og þá í sama húsi og Valgerður dóttir hennar.

I. Maður Bjargar, (17. maí 1884), var Stefán Guðmundur Erlendsson vinnumaður, f. 1. september 1858.
Barn Bjargar með Kristjáni Péturssyni frá Grjóta og fósturbarn Stefáns Guðmundar var
1. Valgerður Kristjánsdóttir, (síðar Johnson), f. 15. apríl 1881, d. 19. desember 1959. Hún fór til Vesturheims frá Þórarinsstaðaeyri við Seyðisfjörð 1902 með tvö börn sín, Gunnlaugsbörn.
Maður hennar Vestra var Eiríkur Jónsson frá Gjábakka.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.