Beta Guðjónsdóttir (Breiðabliki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Beta Einarína Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 11. september 1920 á Breiðabliki og lést 5. apríl 1965.
Foreldrar hennar voru Guðjón Guðjónsson í Sjólyst, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952, og barnsmóðir hans Arndís Jónsdóttir, síðar saumakona í Reykjavík, f. 15. apríl 1882, d. 3. ágúst 1978.

Beta var með móður sinni í fyrstu, var með henni í Sandprýði 1927, en farin úr Eyjum 1930.
Hún giftist Aðalsteini 1941 og bjó í Reykjavík.

Maður Betu Einarínu, (17. maí 1941), var Aðalsteinn Vígmundsson bifreiðastjóri, f. 17. mars 1920 í Álfsnesi á Kjalarnesi, d. 16. júní 1997. Foreldrar hans voru Vígmundur Pálsson frá Eiði í Mosfellssveit, bóndi á Efra-Hvoli í Mosfellssveit, f. 8. ágúst 1896, d. 2. júlí 1967, og Þórunn Jónsdóttir frá Haukadal í Biskupstungum, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. janúar 1885, d. 20. október 1951.
Börn þeirra:
1. Örn Pálmi Aðalsteinsson bifreiðastjóri, f. 30. mars 1941, d. 2. júlí 1993.
2. Anna María Aðalsteinsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 3. maí 1950, d. 14. mars 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.