Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 91-100

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bls. 91



Þá lagði viðstaddur skólastjóri fram fyrir skólanefndina stundaskrá skólans fyrir yfirstandandi skólaár, sem sýndi að kennslustundir skólans um viku hverja eru 214 alls, og samþykkti skólanefndin hana í einu hljóði.

Unglingakennsla fer fram í skólanum að kvöldinu til, frá kl. 5 – 8, og er varið til þeirrar kennslu 19 stundum á viku og þar kenndar þessar námsgreinar: íslenska (munnleg og skrifleg) reikningur, danska (munnleg og stíll) leikfimi fyrir pilta, handavinna fyrir stúlkur og var skólanefndin samþykk því fyrirkomulagi á kennslunni sem skólastjóri skýrði frá á fundinum.
Lagðar voru fram tvær umsóknir um undanþágu frá skólaskyldu, frá þeim Jónathan Jónssyni, vitaverði fyrir Hjalta Jónathansson og Árna Árnasyni á Grund fyrir Elnu Andersen. Skólanefndin veitti þessar undanþágur með venjulegum skilyrðum (komi til prófs að vorinu til).
Skólastjóri hreyfði því, hvort ekki mundi ráðlegt að láta börn á aldrinum frá 8 – 9 ára mæta til prófs í skólanum einu sinni í mánuði hverjum. Skyldi skólastjóri boða börnin til prófs með auglýsingu og hafa viðstaddan einhvern skólanefndarmanninn við prófin. Skólanefndin var þessu fyllilega samþykk og taldi þau próf verða mundi til bóta.
Að síðustu voru kosnir formaður og skrifari skólanefndarinnar og var Árni Filippusson kosinn formaður og Jes A. Gíslason skrifari.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Árni Filippusson J. A. Gíslason
Oddg. Guðmundsson Páll Bjarnason


Árið 1923, þriðjudaginn 6. febrúar kl. 6 e. h. var að Ásgarði haldinn skólanefndarfundur fyrir Vestmannaeyjar. Á fundinum voru allir skólanefndarmennirnir mættir.

Auk skólanefndarmanna mættu auk skólastjóra 5 af kennurum skólans. Fundur þessi hafði verið boðaður eptir tilmælum kennara barnaskólans.


Bls. 92



1. Viðstaddur skólastjóri Páll Bjarnason skyrði frá árangrinum af stöfunarprófi því hinu nýaflokna, sem ákveðið var að halda í skólanum. Mættu til prófs þessa 93 börn (á utanskólaaldri 8 og 9 ára). Af þeim reyndust nokkurnvegin læs: 17, 12 þekkja ekki alla stafina, en hin (64) eru stautandi. Um 30 börn vantaði af þeim, sem ætlast var til að mættu til prófs þessa.

Eins og skýrsla þessi ber með sjer, leynir það sjer ekki, að ástandið er hörmulegt og horfir til vandræða, sem leiðir til þess, að meginþorri skólabarnanna verður innan skamms ólæs, því að óhugsandi er, að skólinn geti gert öll slík börn lesandi þann tíma, sem börnunum er skylt að sækja skólann.

Vandræðamál þetta var rætt nokkuð af skólanefnd og kennurum og kom þeim saman um að reynandi væri:

að halda í hverjum mánuði, prófum áfram, samskonar og þau er fyrr um getur.
að kennarar láti fylgja hverju barni heim, að aflokun hverju prófi, vottorð um kunnáttu barnsins, svo að foreldrar og aðstandendur barnanna geti fengið ljósa hugmynd um á hvaða kunnáttustigi barnið sje.
að kennarar skólans kveðji sem oftast, að við yrði komið, foreldra og aðstandendur þeirra barna á fund, sem eru á 8-10 ára aldri.

2. Kennararnir lögðu fram frumvarp til lesskrár fyrir barnaskólann og var frumvarpið lesið upp a fundinum og rætt að nokkru og var frumvarpið samþykkt af skólanefndinni með smávægilegum breytingum.

3. Rætt var um sjerstaka kennarastofu í barnaskólanum, sem ætluð væri kennurum að hafast við í milli kennslustunda. Skólanefndin var því mjög fylgjandi að kennarar skólans fengju eitthvert slíkt herbergi til umráða, en áleit áður en ákvörðun yrði tekin að athuga þyrfti fyrst, af þar til hæfum manni, hvernig hægt væri að gera nauðsynlegar breytingar, sem talið væri að gera þyrfti á herbergi því, sem helzt var hafður augastaður á að breyta í kennarastofu


Bls. 93



Ákveðið var, að næsta fund, sem skólanefnd hjeldi með kennurum, skyldi halda í skólanum sjálfum.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Árni Filippusson J. A. Gíslason
Oddg. Guðmundsson Gunnar Ólafsson H. Gunnlaugsson
Ágúst Árnason Sigurbjörn Sveinsson Hallgr. Jónasson
Bjarni Bjarnason Halldór Guðjónsson Páll Bjarnason


Bls. 95



Árið 1923, fimmtudaginn 24. maí, átti skólanefndin í Vestmannaeyjum fund með sjer að Ásgarði.

Allir skólanefndarmennirnir voru mættir. Auk þess mættu á fundinum landlæknir Guðmundur Björnsson og skólastjóri Páll Bjarnason.
Tilefni fundarins það, að fara fram á það við skólanefndina að hún veiti samþykki til þess, að barnaskólinn yrði notaður til þess að flytja þangað taugaveikissjúklinga til einangrunar frá ýmsum taugaveikis-sýktum heimilum bæjarins, sem af ýmsum ástæðum sjeu óhæf, bæði sökum húsnæðis- og hjúkrunar-skorts, að annast sjúklingana.
Urðu nokkrar umræður um málið. Skólanefndin áleit, af mörgum ástæðum, að heppilegra væri að fá annað hús t. d. Good-Templarahúsið fyrir sjúklinga þá, sem hjer um ræðir, en væri það hús ófáanlegt, þá áleit nefndin varhugavert að synja algerlega um skólahúsið fyrir taugaveikis-sjúklinga.

Kom sú tillaga fram, sem ekki var andmælt af nefndarmönnum, að formanni nefndarinnar væri heimilt að lána skólahúsið fyrir taugaveikissjúklinga, ef ekkert annað nothæft hús t. d. Good- Templarahúsið væri fáanlegt.

Þá var rætt um þóknun til Einars Sveinssonar, kyndara skólans, sem slasaðist við vinnu í þarfir skólans, og samþykkti nefndin einu hljóði, að greiða honum laun sín, eins og hann hefði unnið starfan til enda skólahaldsins.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Árni Filippusson J. A. Gíslason
Oddg. Guðmundsson H. Gunnlaugsson
Gunnar Ólafsson


Bls. 96


Árið 1923, laugardaginn 2. júní var barnaskóla-nefndarfundur haldinn í barnaskólanum í Vestmannaeyjum. Á fundinum mættu allir skólanefndarmennirnir nema Halldór læknir Gunnlaugsson. Auk þess voru mættir á fundinum allir kennarar skólans nema Ágúst kennari Árnason, sem var sjúkur.
Tilefni fundarins: að athuga og skrifa undir reikning barnskólans fyrir 1922. Ennfremur að leggja fram, skólanefndinni til athugunar, kennsluskýrslur og prófskýrslur barnaskólans fyrir síðastliðið skólaár. Skýrslur þessar báru það með sjer, að 242 börn nutu kennslu á skólanum á skólaárinu, þar af 5 yngri en skólaskyld.

Fjarvera barnanna var með meira móti síðastliðið skólaár, sem stafaði einkum af blóðleysi og hryggskekkju nemenda þeirra, sem fjær voru.

Aukapróf þeirra barna,sem ekki mættu við aðalpróf, og sem að undanförnu hefur verið venja að halda nokkru eptir aðalpróf skólans, varð ekki komið við að halda, sökum sóttvarnar þeirra, í sambandi við taugaveiki, sem lögskipaðar voru í hjeraðinu skömmu eptir að aðalprófi var lokið.
Skólastjóri minntist nokkurra barna, sem eru á skólaskyldualdri, en hafa vanrækt að sækja skólann. Minntist skólastjóri sjerstakl. á eitt heimili hjer í bæ, Sandgerði, sem væri sjerstakl. sekt í fyrr greindum efnum, og áleit nauðsynlegt að taka þaðan tvo pilta: Sigurjón og Óskar og koma þeim í sveit, með því að mjög sennilegt væri, að þeir væru staddir í siðferðilegum og menningarlegum háska, ef þeir dveldu lengur á þessu heimili foreldra sinna.
Skólastjóri gat um það, að á kennslutímabilinu hefðu verið haldin þrjú stöfunarpróf, samkv. því sem skólanefndin hafði ákveðið. Taldi hann víst að stöfunarpróf þessi væru til bóta, þau væru aðhald fyrir hlutaðeigendur og vektu áhuga að nokkru.
Skólanefndin varð sammála um, að því er snerti kæruatriði skólastjóra um heimilið Sandgerði, að fela


Bls. 97

sóknarprestinum, að eiga tal um mál þetta við hlutaðeigandi foreldra og því næst við bæjarfógeta, og gefa skólanefndinni sem fyrst skýrslu um árangurinn, því að skólanefndin áleit að nauðsynlegt væri að grípa til þeirra meðala gagnvart unglingum þeim, sem hjer um ræðir, sem skólastjóri stakk upp á.

Rætt var um blekbyttur í kennsluborð skólans og var skólastjóra falið að leiða mál það til farsællegra lykta.
Samkv. fundargerð 6. febr. þ. á. leit skólanefndin í stofu þá í skólanum, sem helzt var hafður augastaður á fyrir kennarastofu. Nefndin var sammála um að taka til þeirrar notkunar smáherbergi í norðausturhorni skólahússins á 2. hæð, koma þar fyrir kola-ofni til hitunar og kaupa þangað hæfilegt borð og stóla handa kennurunum.
Skólanefndin áleit nauðsynlegt að gera endurbætur á gólfinu í leikfimis- og söngstofunni og ennfremur að koma í veg fyrir útrás þá sem á sjer stað inn í stofur þessar um loptrásaropin. Nefndin varð sammála um að leggja línóleum-dúk á gólf leikfimisstofunnar en olíu-smyrja gólfið í söngstofunni og teppa fyrir op þau (á veggjum) sem leiðir ryk og svælu inn í stofurnar. Einnig áleit nefndin nauðsynlegt og sjálfsagt að að gera við leka þann, sem er á einum stað í söngstofunni. Ennfremur ákvað nefndin að láta gera steinlímda gryfju norður af skólanum til þess að taka við frárennsli frá skólanum. Formanni skólanefndarinnar falin framkvæmd þessara verka.
Skrifað var undir kennslu- og prófskýrslur skólans og sömuleiðis undir framlagða reikninga barnaskólans fyrir árið 1922.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Árni Filippusson Oddg. Guðmundsson J. A. Gíslason

Páll Bjarnason Hallg. Jónasson Gunnar Ólafsson

Halldór Guðjónsson Eiríkur Hjálmarsson Sigurbjörn Sveinsson


Bls. 98


Árið 1923, mánudaginn 3. september var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Allir nefndarmenn mættir nema Halldór læknir Gunnlaugsson og auk þeirra mætti skólastjóri Páll Bjarnason.

Efni fundarins að gera breytingar á „Reglugerð fyrir Unglingaskóla í Vestmannaeyjum“ dags.16. okt. 1918 samkv. brjefi Stjórnarráðs Íslands 1. marz 1919.
Samkv. bendingum í fyrrnefndu stjórnarráðsbrjefi var felt úr 4 gr. nefndrar reglugerðar síðari hluti þeirrar greinar frá „Í sambandi við- og til enda greinarinnar og ennfremur síðari hluti 7. gr. frá orðunum: “Próf í sjómannafræði etc. til enda greinarinnar. Ennfremur í stað orðanna í 9. gr.: “og samþykkt á fundi sýslunefndarinnar í Vestmannaeyjasýslu“ komi „ og samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar í Vestmannaeyjum“ og í stað orðsins í 8. gr.;“sveitarsjóði“ komi „bæjarsjóði.
Með þessum breytingum samþykkti skólanefndin að vísa reglugerðinni til bæjarstjórnarinnar í Vestmannaeyjum til samþykktar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Árni Filippusson J. A. Gíslason
Oddg. Guðmundsson Gunnar Ólafsson
Páll Bjarnason


Bls. 99


Árið 1923, fimmtud. 27. sept. var að Ásgarði haldinn skólanefndarfundur. Allir nefndarmenn mættir nema Gunnar Ólafsson kaupmaður, sem var í Reykjavíkurferð. Auk þess mætti skólastjóri Páll Bjarnason á fundinum.
Var þar og þá tekið fyrir að semja áætlun yfir tekjur og gjöld við skólahaldið í Vestmannaeyjum árið 1924, og var áætlunin á þessa leið:
Áætlaðar tekjur:

1. Tillag úr bæjarsjóði: kr. 24.500.00

Áætluð gjöld:

1. Laun kennara 7 ½ mánuð:
a. 2/3 af launum skólastjóra Kr. 1.666.67
b. 2/3 af launum kennara (á kr. 1.250.00) „ 7.500.00 kr. 9.166.67

2. Kostnaður við húsnæði skólans:
a. Endurbætur og viðhald húsa „ 2.500.00
b. Ljósgjöld og ljóskúlur m. m. „ 1.500.00
c. 25 smálestir kola „ 2.000.00
d. Annað eldsneyti (til uppkveikju) „ 200.00
e. Akstur kolanna m. m. „ 300.00
f. Kynding og hirðing eldstónna „ 600.00
g. Dagleg ræstun skólahússins og salerna „ 1.000.00
h. Ársræstun „ 375.00
i. Ræstunartæki (sópar, sápa, sódi ofl.) „ 225.00
j. Lóðargjald og sótaragjald „ „ 80.00
k. Brunabótagjald (af húseigninni „ 160.00 . 8.940.00

3. Vextir og afborgun af skuld skólans
a) Vextir: 7% af kr.: 40.000.00 kr. 2.800.00
b) Afborgun: „ „ 2.500.00 „ 2.500.00 < 5.300.00

4. Kennsluáhöld, viðhald þeirra og vátrygging . 500.00

5. Ýmisleg önnur gjöld . 593.33
. . . . . . . . . . kr. 24.500.00


Skólastjóri lagði fram stundaskrá fyrir skólann, sem skólanefndin samþykkti með væntanlegum smábreytingum,sem kynnu að verða á henni.
Tekið var til umræðu væntanleg leikfimishúsbygging


Bls. 100


við barnaskólann, og var nefndin sammála um það, að nauðsyn bæri til að fara að undirbúa það mál með því að gera áætlun um stærð og byggingarkostnað slíks húss, og var formanni skólanefndar falið að útvega menn til þess að gera þá áætlun, og hefðu þeir hjeraðslækninn og leikfimiskennarann sjer til aðstoðar sem ráðunauta.

Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Árni Filippusson J. A. Gíslason
Oddg. Guðmundsson Páll Bjarnason H. Gunnlaugsson


Árið 1923, miðvikudaginn 3. október var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Þrír af nefndarmönnum mættu, en fjarverandi voru þeir sra Oddg. Guðmundsson og Halldór læknir Gunnlaugsson. Skólastjóri Páll Bjarnason var einnig viðstaddur á fundinum.
Lagt fram á fundinum: Frumvarp til reglugerðar fyrir unglingaskóla Vestmannaeyja – samið af skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar og samþykkt bæjarstjórnarinnar á fundi 8. september 1923.
Reglugerð þessi var staðfest af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 2. október þ. á., að því áskildu að kennslustundir verði minnst 4 á dag.
Nefndin kom sjer saman um, hvað ráðning kennara áhrærði, að fela það skólanefndarformanni í samráði við skólastjóra.
Skólanefndin ákvað skólagjaldið 24 krónur um skólatímann (3 mánuði) og skal skólagjaldið greitt um miðjan hvern mánuð, ef þess er kostur, og var skólastjóra falið að heimta inn skólagjaldið hjá nemendum.
Stundaskrá var lögð fram á fundinum, athuguð og samþykkt með smávægilegri breytingu.
Minnst var á börn þau á skólaskyldualdri sem eru svo illa að sjer í lestri, að þau álítast ekki tæk í skólann. Var skólastjóra falið að útvega börnum þessum kennslu á kostnað hlutaðeigenda, svo að þau á sinum tíma verði skólatæk. Einnig áleit nefndin að leyfð skyldi nokkrum börnum velhæfum, utan skóla