Bóel Jensdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita

Bóel Jensdóttir húsfreyja og sýslumannskona á Oddsstöðum fæddist 1783 á Eyvindarmúla í Fljótshlíð og lést 22. maí 1855.

Faðir hennar var Jens bóndi í Hallskoti, Múlakoti og Ámundakoti í Fljótshlíð, f. 1747, Sigurðsson, bónda í Múlakoti, bónda og umboðsmanns á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, síðar bónda á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð í N-Múl., f. 1720, á lífi 1754, drukknaði í Lagarfljóti, Eyjólfssonar „spaka‟, „mókolls‟, bónda og lögréttumanns (1724-1746) í Eyvindarmúla, f. um 1689, d. 24. nóvember 1781, Guðmundssonar, og konu Eyjólfs, Hildar húsfreyju, f. 1697, Þorsteinsdóttur prests í Holti Oddssonar.
Móðir Jens í Hallskoti og kona Sigurðar í Múlakoti var Bóel húsfreyja, f. 1724, d. 26. febrúar 1797, Jensdóttir Wíum sýslumanns í Múlaþingi, (ættföður Wíum-ættar), f. (1690), d. 1740, Péturssonar Wíum, og konu Jens Wíum, Ingibjargar húsfreyju, f. 1690, á lífi 1762, Jónsdóttur.

Móðir Bóelar á Oddsstöðum og kona Jens í Hallskoti var Arnfríður húsfreyja í Hallskoti 1801, f. 1744, Erlendsdóttir bónda á Austur-Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 1706, d. 16. september 1767, Einarssonar bónda á Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1662, d. 1707 (í bólunni), Jónssonar, og konu Einars, Guðrúnar húsfreyju, f. 1671, d. 1707 (í bólunni), Erlendsdóttur.
Móðir Arnfríðar í Hallskoti og kona Erlendar á Austur-Torfastöðum var Guðrún húsfreyja, f. 1705, Magnúsdóttir bónda á Grafarbakka í Hrunamannahreppi, f. 1661, á lífi 1729, Jónssonar, og konu Magnúsar, Hallberu húsfreyju, f. 1673, á lífi 1729, Ásmundsdóttur.

Maður Bóelar á Oddsstöðum, (20. maí 1804), var Jón Þorleifsson sýslumaður í Eyjum 1801-1812, f. um 1769, drukknaði við Eyjar 22. apríl 1815. Hún var síðari kona hans. Fyrri kona hans, (14. apríl 1798), var Þórunn Ólafsdóttir, þá 47 ára, í Stakkagerði. Hún var áður gift Jóni Eiríkssyni sýslumanni í Stakkagerði
Börn Bóelar og Jóns hér voru:
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 17. ágúst 1804. Hún var á Oddsstöðum 1816, d. 24. september 1822, 18 ára úr „Innanveiki“.
2. Ragnheiður Jónsdóttir, f. 13. ágúst 1805, d. 19. ágúst 1805 úr ginklofa.
3. Þórunn Jónsdóttir, f. 24. ágúst 1806, d. 30. ágúst 1806, 6. daga gömul, úr ginklofa.
4. Arnfríður Jónsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum, f. 5. september 1807, d. 10. maí 1867, kona Guðmundar Sigurðssonar bónda og járnsmiðs.
5. Þórður Jónsson trésmiður, f. 9. febrúar 1809, drukknaði 26. september 1835. Ókvæntur og barnlaus.
6. Jens Jónsson, f. 23. september 1810, d. 29. september 1810 úr „þrringslum í querkum“, líklega ginklofi.
7. Ari Jónsson, f. 21. ágúst 1812, d. 28. september 1812 úr „barnaveikindum“.
8. Þorleifur Jónsson, f. 3. desember 1813. Dánardægur og orsök óskráð.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.