Bílaeign

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita

Bílaeign Vestmannaeyinga hefur verið þó nokkur í gegnum tíðina og mörgum komið á óvart óvenjumikil bílanotkun miðað við smæð Heimaeyjar.

Fyrsta bifreiðin var skrásett hér 1919 og var það Maxwell flutningabifreið í eigu Eyþórs Þórarinssonar og fleiri. Reyndist sú bifreið illa, enda bærinn síður en svo hannaður til bifreiðaaksturs. Oddgeir Þórarinsson, bróðir Eyþórs, var ökumaður bílsins og var hann fyrsti lögskráði bílstjórinn í bænum. Margir töldu bílinn vera háskatæki og í þokkabót tiltölulega dýrt að fá hann leigðan.


Heimildir