Bára Guðmundsdóttir (Hvanneyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir fæddist 25. október 1929 á Hvanneyri við Vestmannabraut 60 og lést 28. febrúar 1948.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfur Jóelsson sjómaður, bóndi, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965, og sambúðarkona hans Laufey Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. október 1910 í Móakoti á Álftanesi, d. 15. júlí 1995.

Börn Laufeyjar og Guðmundar:
1. Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir, f. 25. október 1929 á Hvanneyri, d. 28. febrúar 1948.
2. Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1931 á Hvanneyri.
3. Jóel Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 1. júlí 1936 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
4. Bjarni Guðmundsson sjómaður, skipstjóri, f. 10. ágúst 1938 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, drukknaði 4. mars 1981.
5. Drengur, f. 28. júlí 1942, d. 25. október 1942.
6. Þorgeir Guðmundsson sjómaður, rafvirki, tónlistarmaður, f. 10. september 1944 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, d. 23. október 2017.
7. Sigurbjörn Unnar Guðmundsson sjómaður, smiður, f. 22. júlí 1947 í Háagarði.
8. Ómar Guðmundsson sjómaður, beitningamaður, f. 30. júní 1953 í Háagarði.
9. Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15. janúar 1958 á Sjúkrah., d. 21. nóvember 1960, drukknaði í Vilpu.

Bára var með foreldrum sínum í æsku, á Hvanneyri, flutti með þeim að Skálavík í Fáskrúðsfirði 1935.
Hún veiktist af berklum og dvaldi á Kristneshæli og síðan á Vífilsstöðum. Hún lést á Vífilsstöðum 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.