Auður Guðjónsdóttir (Skaftafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Auður Guðjónsdóttir.

Auður Guðjónsdóttir frá Skaftafelli, húsfreyja, fiskverkakona, ræstitæknir fæddist þar 7. apríl 1918 og lést 30. maí 2001 á Öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Guðjón Hafliðason frá Fjósum í Mýrdal, bátsformaður, útgerðarmaður á Skaftafelli, f. 8. júní 1889, d. 13. júlí 1963, og kona hans Halldóra Kristín Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í Flóa, Árn., húsfreyja, f. 10. júlí 1893, d. 10. janúar 1985.

Börn Halldóru Kristínar og Guðjóns:
1. Ingólfur Guðjónsson í Lukku, verkamaður, hænsna- og garðyrkjubóndi, f. 15. júlí 1913 á Brekku, d. 23. janúar 1999. Kona hans Jóhanna Hjartardóttir.
2. Trausti Guðjónsson húsasmíðameistari, 13. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 2. desember 2008. Kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir.
3. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, trúboði, f. 26. des. 1916, d. 14. sept. 2007. Maður hennar Jónas S. Jakobsson.
4. Auður Guðjónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, ræstitæknir, f. 7. apríl 1918, d. 30. maí 2001. Maður hennar Höskuldur Árnason.
5. Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, verkstjóri, forstöðumaður, f. 12. des. 1920, d. 23. nóv. 1993. Fyrri kona hans var Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir. Síðari kona Hertha Haag, sænskrar ættar.
6. Rebekka Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1923, d. 21. jan. 1944. Maður hennar var Gunnar Davíðsson.
7. Elísabet Guðjónsdóttir Cortes hjúkrunarfræðingur, f. 5. mars 1926, d. 1. september 2015. Maður hennar var Thor Emanuel Cortes, látinn.
8. Óskar Guðjónsson trésmiður, f. 25. desember 1927. Kona hans Anna Jónsdóttir.
9. Anna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. nóv. 1929, d. 23. ágúst 2011. Maður hennar Garðar Lárus Ragnarsson.
10. Ester Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012. Maður hennar Benedikt Frímannsson.
11. Hafliði Guðjónsson skrifstofumaður, f. 21. apríl 1936. Kona hans er Gyða Þórarinsdóttir.

ctr


Börnin á Skaftafelli.

Auður var með foreldrum sínum í æsku og enn 1940.
Hún fór til Svíþjóðar þar sem hún var þjónustustúlka.
Þau Höskuldur giftu sig 1946, eignuðust sex börn, en auk þess varð Auður stjúpmóðir þriggja barna Höskuldar frá fyrra hjónabandi hans. Auður vann auk húsfreyjustarfa við fiskvinnslu og við ræstingar á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Höskuldur lést 1977 og Auður 2001.

I. Maður Auðar, (17. ágúst 1946), var Höskuldur Árnason gullsmiður, f. 6. júní 1898, d. 21. mars 1977. Foreldrar hans voru Árni Árnason frá Innsta-Landi á Reykjaströnd í Skagafirði, smiður, fiskimatsmaður, f. 1. nóvember 1864, d. 18. apríl 1932, og kona hans Filippía Sigurðardóttir frá Hofi í Vallasókn í Eyjafirði, húsfreyja, f. 21. ágúst 1865, d. 14. apríl 1927.
Börn þeirra:
1. Davíð Arndal Höskuldsson málarameistari, f. 22. desember 1946. Kon hans Sigríður Svavarsdóttir.
2. Anna Höskuldsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 26. september 1948. Maður hennar Egill S. Egilsson.
3. Guðjón Halldór Höskuldsson málarameistari, f. 25. janúar 1950.
4. Gunnhildur Inga Höskuldsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 29. ágúst 1951. Maður hennar Ólafur S. Ögmundsson.
5. Auður Arna Höskuldsdóttir skrifstofumaður, f. 4. september 1956.
6. Brynhildur Rebekka Höskuldsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1960. Maður hennar Marselíus Guðmundsson.

Börn Höskuldar og stjúpbörn Auðar:
1. Filip Þór Höskuldsson skipstjóri, f. 10. september 1931. Kona hans Anna Hjartardóttir.
2. Jóna Valgerður Höskuldsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 28. mars 1933. Maður hennar var Gísli H. Guðlaugsson, látinn.
3. Árni Höskuldsson gullsmiður, f. 30. mars 1934 Kona hans Ása Ketilsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.