Arnfríður Erlendsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Arnfríður Erlendsdóttir húsfreyja í Ámundakoti og Hallskoti í Fljótshlíð, síðar í dvöl á Oddsstöðum, fæddist 1744 og mun hafa látist á árunum 1813-1816.
Faðir hennar var Erlendur bóndi á Austur-Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 1706, d. 16. september 1767, Einarsson bónda á Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1662, d. 1707 (í bólunni), Jónssonar, og konu Einars, Guðrúnar húsfreyju, f. 1671, d. 1707 (í bólunni), Erlendsdóttur.
Móðir Arnfríðar og kona Erlendar á Austur-Torfastöðum var Guðrún húsfreyja, f. 1705, Magnúsdóttir bónda á Grafarbakka í Hrunamannahreppi, f. 1661, á lífi 1729, Jónssonar, og konu Magnúsar, Hallberu húsfreyju, f. 1673, á lífi 1729, Ásmundsdóttur.

Arnfríður bjó hjá Bóel dóttur sinni á Oddsstöðum 1805.

Maður Arnfríðar var Jens Sigurðsson bóndi, f. 1747, ekkill í Múlakoti í Fljótshlíð 1816.
Barn þeirra hér:
1. Bóel Jensdóttir húsfreyja, sýslumannskona á Oddsstöðum, f. 1783, d. 22. maí 1855.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.