Anna Sigfúsdóttir (Nýjabergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Aðalbjörg Sigfúsdóttir.

Anna Aðalbjörg Sigfúsdóttir frá Raufarhöfn, húsfreyja, fiskverkakona fæddist 27. október 1945 í Bergholti á Raufarhöfn og lést 21. febrúar 2005 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Sigfús Kristjánsson, f. 31. júlí 1897 á Rifi á Melrakkasléttu, d. 10. júní 1968, og kona hans Sigríður Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1914 á Þórshöfn, d. 18. janúar 1997.

Systir Önnu var
1. Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir, f. 10. september 1936, d. 22. júní 2020, kona Richards Björgvins Þorgeirssonar, f. 4. desember 1928, d. 19. janúar 2009.

Anna giftist Stefáni Pétri 1965, eignaðist þrjú börn. Þau bjuggu á Nýja-Bergi, síðar á Hólagötu 16.
Við Gos 1973 flutti fjölskyldan til Keflavíkur og bjó þar til 1980, er hún flutti til Eyja.
Anna Aðalbjörg lést 2005.

I. Maður Önnu Aðalbjargar, (24. desember 1965), var Stefán Pétur Valdimarsson frá Varmadal, sjómaður, þungavinnuvélastjóri, f. 20. júní 1942, d. 19. desember 2004.
Börn þeirra:
1. Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 20. október 1965. Maður hennar er Ingibergur Óskarsson.
2. Sigfús Pétur Pétursson, f. 11. júlí 1968. Kona hans er Salóme Ýr Rúnarsdóttir.
3. Valdimar Helgi Pétursson, f. 31. ágúst 1976. Kona hans er Anna Valsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 29. desember 2004 og 26. febrúar 2005. Minningargreinar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.