Anna Margrethe Johnson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Börn Önnu Margrethe og Þorsteins Johnson.

Anna Margrethe Johnson, fædd Madsen, húsfreyja í Jómsborg, fæddist 20. nóvember 1892.
Anna Margrethe var danskrar ættar. Hún fluttist til Eyja frá Kaupmannahöfn 1914.
Hún var fyrsta kona Þorsteins.

Maður hennar, (skildu), var Þorsteinn Johnson bóksali, f. 10. ágúst 1884, d. 16. júní 1959.
Börn þeirra voru:
1. Óskar Emanuel Þorsteinsson skipstjóri, síðar bóksali, f. 15. júlí 1915, d. 28. júní 1999.
2. Greta Thisted, búsett í Danmörku, f. 1916.
3. Jon Thorstein Johnson, búsettur í Danmörku, f. 1918.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.