Anna Jónsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Jónsdóttir.

Anna Jónsdóttir frá Vopnafirði, húsfreyja, handíðakennari fæddist 20. apríl 1929 í Sólgarði þar.
Foreldrar hennar voru Jón Höskuldsson frá Blöndugerði í Hróarstungu, N-Múl., símaverkstjóri á Sólgarði í Vopnafirði, f. 2. september 1893, d. 22. júlí 1972, og kona hans Lilja Sveinsdóttir frá Gnýstöðum í Vopnafirði, húsfreyja, f. 10. júní 1895, d. 7. apríl 1970.

Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum í S-Þing. og og Húsmæðraskólanum á Laugum, settist í handavinnukennaradeild Kennaraskóla Íslands 1951 og lauk námi 1953.
Hún hélt útsaumanámskeið, kenndi við Barnaskólann í Eyjum frá 1955-1965 og frá 1969.
Þau Óskar giftu sig 1955 á Seyðisfirði, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu skamma stund á Skaftafelli, síðan í Heiðardal, Hásteinsvegi 2 í tvö ár, byggðu Herjólfsgötu 11 og bjuggu þar í 50 ár, þá á Herjólfsgötu 12 í 7 ár. Þá fluttu þau í íbúð við Vesturveg 13a, þar sem áður stóð Skálanes og búa þar.

I. Maður Önnu, (16. september 1955), er Óskar Guðjónsson frá Skaftafelli, húsasmíðameistari, f. 26. desember 1927.
Börn þeirra:
1. Kristinn Óskarsson húsasmíðameistari, býr í Svíþjóð, f. 20. júlí 1956 á Vopnafirði. Kona hans er Karina Elisabet Brengesjö
2. Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, hefur unnið við hjálparstörf, f. 30. september 1960, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.