Anna Jónsdóttir (Hlíðarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Jónsdóttir í Hlíðarhúsi fæddist 12. apríl 1803 og lést 11. júlí 1879 í Jónshúsi.
Foreldrar hennar voru sr. Jón Jónsson, þá prestur á Vogsósum, en síðast í Stóradalsþingum og bjó þá í Mið-Mörk, f. 9. ágúst 1772 í Hvammi í Skaftártungu, d. 8. júní 1843, Jónssonar bónda í Hraungerði í Álftaveri, en síðast í Langholti í Meðallandi, f. 1739, og konu Jóns bónda, Halldóru húsfreyju, f. 1741, Þorsteinsdóttur.
Móðir Önnu og fyrri kona (1799) sr. Jóns var Ingveldur húsfreyja, f. í september 1771, d. 2. júlí 1823, Sveinsdóttir prests og prófasts í Hraungerði í Árnessýslu, f. 1725, d. 8. október 1805, Halldórssonar, og konu sr. Sveins, Önnu, f. 1731, d. 22. febrúar 1797, Eiríksdóttur, systur Jóns konferensráðs.

Anna var alsystir
1. Guðbjargar Jónsdóttur vinnukonu í Dölum og
2. alsystir Sveins bónda á Raufarfelli, föður Sigurðar Sveinssonar í Nýborg og Þorbjargar Sveinsdóttur húsfreyju, síðar vinnukonu í Nýborg og
3. hálfsystir Guðríðar Jónsdóttur húsfreyju í Dölum og Norðurgarði.

Anna var húsfreyja í Selkoti, til heimilis í Selkoti hjá Þorbjörgu Stefánsdóttur stjúpdóttur sinni og Jóni Jakobssyni 1845.
Stefán lést 1854 og hún var ekkja, bústýra í Selkoti 1855, húskona í Selkoti 1860.
Hún fluttist til Eyja frá Selkoti 1870 með Gísla syni sínum og Soffíu konu hans, dvaldi hjá þeim í Jónshúsi (Hlíðarhús) til dd. 1879.

Maður Önnu, (1827), var Stefán Ólafsson titlaður stúdent, bóndi í Selkoti, f. 3. apríl 1772, d. 12. desember 1854. Anna var þriðja kona hans.
Börn þeirra hér:
1. Ingveldur Stefánsdóttir húsfreyja á Raufarfelli 1860, niðursetningur í Selkoti, 1880, f. 6. júlí 1828.
2. Halla Stefánsdóttir bústýra í Mörtungu á Síðu, f. 14. nóvember 1829, d. 23. desember 1900.
3. Halldór Jón Stefánsson bóndi á Rauðafelli, f. 5. júní 1831, d. 16. maí 1901, drukknaði í Beinakeldu við Klettsnef.
4. Tómas Stefánsson bóndi á Raufarfelli, f. 25. ágúst 1834, 3. júní 1914.
5. Vigdís Stefánsdóttir, f. 30. janúar 1838, d. 13. mars 1838.
6. Jón Stefánsson, f. 28. maí 1840, d. 26. september 1840.
7. Gísli Stefánsson kaupmaður í Hlíðarhúsi, f. 28. ágúst 1842, d. 25. september 1903.
8. Jón Stefánsson, f. 2. september 1846, d. 17. september 1846.
Börn Stefáns, sem voru hjá hjónunum 1835:
9. Lárus Stefánsson bóndi í Mörtungu á Síðu, f. 1813, d. 14. október 1863.
10. Jarþrúður Stefánsdóttir, f. 20. júlí 1798, var í Selkoti 1816.
Dóttir Stefáns, sem Anna bjó hjá í ekkjudómi sínum:
11. Þorbjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Selkoti, f. 6. apríl 1803.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.