Alfreð Sturluson (málari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Alfreð Sturluson.

Jón Alfreð Sturluson frá Hvassafelli, málarameistari fæddist 23. nóvember 1912 á Búastöðum og lést 31. október 1983.
Foreldrar hans voru Sturla Indriðason frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, verkamaður, sjómaður í Eyjum, f. 19. september 1887 á Vattarnesi, d. 1. janúar 1945, og kona hans Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum, húsfreyja, f. 16. september 1880, d. 6. október 1959.

Börn Fríðar og Sturlu voru:
1. Lára Kristín Sturludóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972, kona Þorgeirs Frímannssonar kaupmanns.
2. Indíana Björg Sturludóttir, f. í desember 1908, d. 6. febrúar 1909.
3. Indíana Björg Sturludóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1909, d. 15. október 1998, kona Más Frímannssonar bifreiðaeftirlitsmanns, Valhöll,
4. Snorri Sturluson, f. 12. maí 1911, d. 15. september 1911.
5. Jón Alfreð Sturluson, málarameistari í Reykjavík, f. 23. nóvember 1912, d. 31. október 1983, kvæntur Steinunni Jónsdóttur af Akranesi.
6. Jóhann Pétur Júlíus Sturluson, vélameistari í Reykjavík, f. 23. september 1919, síðast á Spáni, d. 15. maí 1997, kvæntur Guðríði Friðriksdóttur frá Þórshöfn.

Alfreð var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam málaraiðn hjá Jón Waagfjörð eldri 1927-1931 og lauk prófi í Iðnskólanum í Eyjum og sveinsprófi 1936. Hann fékk meistarabréf 1943.
Alfreð sótti teikninámskeið hjá Baldvini Björnssyni gullsmið.
Hann var félagi í MSFR 28. nóvember 1945, átti sæti í trúnaðarmannaráði 1954 og í skemmtinefnd 1958-1972.
Þau Steinunn giftu sig 1942, eignuðust tvö börn.
Þau bjuggu í fyrstu á Hvassafelli, voru þar enn 1945, en fluttust til Reykjavíkur á síðari hluta fimmta áratugarins.
Þau bjuggu fyrst á Laugavegi, síðan við Leifsgötu og að lokum við Hverfisgötu.
Alfreð lést 1983 og Steinunn 2006.

I. Kona Alfreðs, (7. febrúar 1942), var Steinunn Jónsdóttir frá Syðra-Lágafelli í Staðarsveit í Hnappadalssýslu, d. 16. apríl 2006.
Börn þeirra:
1. Guðrún Alfreðsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1939, d. 17. apríl 2016.
2. Fríður Alfreðsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1942 og lést 1. maí 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.