Alda Björnsdóttir (Kirkjulandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Alda Björnsdóttir.

Þórunn Alda Björnsdóttir frá Kirkjulandi, húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður í Kirkjulundi fæddist 20. apríl 1915 og lést 9. desember 2012.
Foreldrar hennar voru Björn Finnbogason skipstjóri, útgerðarmaður á Kirkjulandi, f. 7. desember 1885 á Seyðisfirði, d. 4. apríl 1964, og kona hans Lára Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1886 á Kirkjubæ, d. 13. janúar 1984.

Börn Björns og Láru voru:
1. Ólafur Rósant húsgagnasmíðameistari, f. 5. nóvember 1910, d. 1. nóvember 1969.
2. Steingrímur Örn skipstjóri, f. 1. febrúar 1913, d. 17. september 1983.
3. Þórunn Alda húsfreyja, f. 20. apríl 1915, d. 9. desember 2012.
4. Ágúst Kristján birgðastjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979.
5. Hlöðver, f. 30. mars 1919, d. 8. apríl 1919.
6. Birna Guðný húsfreyja, f. 9. maí 1922, d. 5. mars 2002.

Alda var með foreldrum sínum í æsku, var afgreiðslukona í vefnaðarvöruverslun frú Gunnlaugsson við Bárugötu.
árið 1957 stofnuðu þau Jóhannes blóma- og gjafavöruverslun og ráku hana meðan þau bjuggu í Eyjum.
Alda var formaður félagsins Berklavarnar í Vestmannaeyjum til fjölda ára, þá gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum hjá kvenfélaginu Líkn, Oddfellow og fleiri félögum.
Alda giftist Jóhannesi 1935 og eignaðist með honum fimm börn.
Þau bjuggu á Kirkjulandi 1935, í Skálholti við Urðaveg 1937, á Hásteinsvegi 5 1940 og enn 1945, en bjuggu í nýbyggðu húsi sínu að Kirkjulundi 1946 og meðan þau bjuggu í Eyjum.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1970.
Alda vann í fyrstu í versluninni Liverpool, en síðar á saumastofu Landakotsspítala. Hún dvaldi síðast á Droplaugarstöðum.
Jóhannes Gunnar lést 1973 og Þórunn Alda 2012.

I. Maður Öldu, (24. ágúst 1935), var Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908, d. 27. maí 1973.
Börn þeirra:
1. Lára Halla Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1935 á Kirkjulandi, d. 9. júní 2022. Maður hennar er Páll Sigurðarson járnsmiður.
2. Birna Valgerður Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 10. október 1937 á Urðavegi 43, Skálholti, d. 22. október 2019. Maður hennar var Jóhann Ingi Einarsson frá Götu, pípulagningameistari, látinn.
3. Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 8. apríl 1940 á Hásteinsvegi 5. Maður hennar er Sigurjón Adolf Bjarnason stórkaupmaður.
4. Jóhannes Sævar Brynjólfsson pípulagningameistari, slökkviliðsmaður, atvinnurekandi, umsjónarmaður, f. 15. júlí 1941 á Hásteinsvegi 5, d. 20. mars 2008. Kona hans var Ágústa Guðfinna María Ágústsdóttir sjúkraliði.
5. Brynjólfur Jóhannesson sjúkrahússtarfsmaður, f. 21. júní 1953 í Sjúkrahúsinu. Kona hans er María Björg Filippusdóttir húsfreyja, sjúkrahússtarfsmaður.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.