Þorgerður Sigurvinsdóttir (Hruna)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorgerður Sigurvinsdóttir frá Hruna, húsfreyja fæddist 8. október 1943.
Foreldrar hennar voru Sigurvin Jensson, f. 10. apríl 1916, d. 9. júlí 1953 og Una Sigurðardóttir húsfreyja frá Hruna, f. 6. ágúst 1923, d. 30. apríl 1978.

Börn Margrétar og Sigurðar fósturforeldra Þorgerðar:
1. Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 að Reynifelli við Vesturveg 15b, d. 29. nóv. 1963.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Nikhól við Hásteinsveg 22. júní 1922, d. 22. september 2004.
3. Una Guðrún Rósamunda Sigurðardóttir húsfreyja, f. að Eiðum við Kirkjuveg 6. ágúst 1923, d. 30. apríl 1978.
4. Margrét Þorleifsdóttir Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. febr. 1924 í Sjávarborg við Sjómannasund, d. 26. janúar 2012.
5. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1928 í Hruna við Miðstræti, d. 8. nóvember 2013.
6. Pálína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. okt. 1929 í Hruna.
7. Eiríkur Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, bifreiðastjóri f. 31. jan. 1931 í Hruna, d. 28. nóvember 2007.
8. Oddný Sigurrós Sigurðardóttir (Rósa) húsfreyja, f. 1. okt. 1933 í Hruna, d. 25. febrúar 2013.
9. Einara Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. jan. 1936 í Hruna.
Barn Margrétar:
10. Pétur Sveinsson, f. 16. maí 1918 í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði, bifreiðastjóri, síðast í Reykjavík, d. 8. september 1985.
Fósturbarn þeirra, dóttir Unu:
11. Þorgerður Sigurvinsdóttir húsfreyja í Eyjum, síðar í Kópavogi, f. 8. október 1943.

Þorgerður var send í fóstur til móðurforeldra sinna í Hruna 6-8 vikna gömul og ólst þar upp.
Þau Hannes bjuggu á Illugagötu 13 við fæðingu Anítu 1964.
Hjónin byggðu Höfðaveg 34, fluttu inn 1967 og bjuggu þar til 1972.
Þau giftu sig 1969 í Hafnarfirði, eignuðust tvær dætur.
Hjónin fluttust úr Eyjum 1972, búa nú í Kópavogi.
Þorgerður hefur dvalið víða um lönd frá 1974 vegna starfa Hannesar á vegum FAO, Þróunarstofnunar sameinuðu þjóðanna.

I. Maður Þorgerðar, (17. maí 1969 í Hafnarfirði), er Hannes Bjarnason vélvirkjameistari, vélstjóri, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, f. 1. apríl 1946 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Aníta Hannesdóttir húsfreyja, starfsmaður Háskóla Íslands, f. 16. október 1964. Maður hennar er Guðlaugur Ásbjörnsson.
2. Alma Hannesdóttir húsfreyja, fræðslustjóri Iceland Air Hotels, f. 3. apríl 1972. Maður hennar er Claud Saliba.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.