Þorbjörg Eyjólfsdóttir (Búastöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorbjörg Eyjólfsdóttir frá Búastöðum vestri, síðar húsfreyja á Sámsstöðum í Fljótshlíð, fæddist 31. október 1829 og lést 6. maí 1915.

Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorbjörnsson bóndi og hreppstjóri á Búastöðum vestri f. 1797 í Ystaskála u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1840, og kona hans Ragnhildur Ingimundardóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1799 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 11. mars 1888.

Þorbjörg var með foreldrum sínum 1835, með ekkjunni móður sinni á Búastöðum 1840.
Hún var 14 ára tökubarn á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1845, 19 ára vinnukona í Múlakoti þar 1850 og 1860.
Gift húsfreyja á Grjótá í Fljótshlíð var hún 1870 og 1880, húsfreyja á Sámsstöðum þar 1890.
Við manntal 1901 var hún með Jóni manni sínum á heimili Þórunnar dóttur sinnar og manns hennar Árna Árnasonar á Vestri-Sámsstöðum og ekkja hjá þeim 1910.

Maður Þorbjargar var Jón Ólafsson bóndi frá Grjótá í Fljótshlíð, f. 3. október 1838, d. 5. júní 1906.
Börn þeirra hér:
1. Ólafur Jónsson skósmiður, söðlasmiður í Reykjavík 1910, f. 20. júlí 1867, d. 17. júlí 1921.
2. Þórunn Jónsdóttir húsfreyja á Sámsstöðum, f. 17. janúar 1870, d. 19. júní 1927.
3. Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 19. ágúst 1872, d. 29. janúar 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.