Þórdís Sigurðardóttir (Baldurshaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórdís Sigurðardóttir húsfreyja, síðar vinnukona í Baldurshaga fæddist 1863 í Sigluvíkursókn og lést 25. desember 1909 í Baldurshaga.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson bóndi á Klasabarða eystri og á Kálfsstöðum í V-Landeyjum, f. 23. júní 1829, d. 5. desember 1890, og kona hans Gunnhildur Brandsdóttir húsfreyja, f. 3. júlí 1926, d. 29. maí 1907.

Þórdís var með foreldrum sínum á Klasabarða eystri 1870, í Klasabarðahjáleigu 1880, á Kálfsstöðum 1890.
Hún var ógift húsfreyja á Hrauki í V-Landeyjum 1901 með Vigfúsi bónda, Þuríði Guðrúnu dóttur þeirra og Gunnhildi móður sinni.
Þórdís fluttist með Þuríði dóttur sína að Baldurshaga 1908, var þar vinnukona. Hún lést 1909 og Þuríður Guðrún varð fósturbarn kennarahjónanna.

I. Sambýlismaður Þórdísar var Vigfús Jónsson verkamaður, smiður, bóndi, síðar í Reykjavík, f. 20. júlí 1864, d. 5. júlí 1940.
Barn þeirra var
1. Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja í Eyjum og í Vatnsdal í Fljótshlíð f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.