Þórður Benediktsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Þórður Benediktsson, verkstjóri og alþingismaður.

Þórður Benediktsson, verkstjóri, var landskjörinn þingmaður árið 1942. Hann var fæddur að Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu 10. mars 1898. Þórður lést í Reykjavík 14. apríl 1982. Foreldrar hans voru Benedikt prófastur þar Kristjánsson, og síðari kona hans Ólöf Ásta Þórarinsdóttir bónda að Víkingavatni í Kelduhverfi Björssonar. Þórður kvæntist þann 23. júní 1923 Önnu Camillu (fædd 3. júlí 1900) dóttur Ólavs Hansen sjálfseignarbónda í Grundmosegaard á Norður-Sjálandi og konu hans, sem var sænsk að uppruna.

Verslunarpróf í Reykjavík 1919. Verslunarmaður í Reykjavík 1919-1920. Dvaldist erlendis 1920-1923. Settist að í Vestmannaeyjum í febrúar 1924, hafði þar á hendi verkstjórn og starfaði auk þess við fiskmat og verslun. Vann hjá Sambandi íslenskra berklasjúklinga 1943-1974. Framkvæmdastjóri Vöruhappdrættis SÍBS frá stofnun þess 1949 og til 1967. Varaformaður stjórnar Sambands íslenskra berklasjúklinga 1946-1954, formaður 1955-1974.

Myndir


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.