Óskar Kortsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Óskar Kortsson frá Fit u. Eyjafjöllum, vélvirki á Akranesi fæddist 2. október 1907 og lést 11. nóvember 1987.
Foreldrar hans voru Kort Elísson lausamaður, vinnumaður, bóndi, sjómaður, f. 8. ágúst 1883 í Ásólfsskálasókn u. Eyjafjöllum, d. 8. ágúst 1944 og Þórdís Ingibjörg Sæmundsdóttir vinnukona, húsfreyja, f. 15. mars 1885 á Eyrarbakka, d. 16. júní 1986.

Óskar var með móður sinni u. Eyjafjöllum í æsku. Faðir hans var lausamaður um skeið á sama bæ.
Hann fylgdi móður sinni til Eyja 1925 og var með henni í Sigtúni 1927 og á Seljalandi 1930, þá sjómaður. Óskar kvæntist Magnýju í Litlabæ og bjó á Akranesi, stundaði þar vélvirkjun.
Magný lést 1980, Ingibjörg móðir hans lést 101 árs 1986 og hann lést 1987.

Kona Óskars var Magnea Sigurlaug Ólafsdóttir (Magný) frá Litlabæ, húsfreyja, f. 19. nóvember 1911, d. 20. mars 1980.
Börn þeirra:
1. Hulda Emilía Korts Óskarsdóttir húsfreyja, verkakona á Akranesi, f. 24. maí 1935 á Akranesi. Maður hennar: Þórarinn Guðmundsson skipstjóri
2. Ester Óskarsdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1937 á Akranesi. Maður hennar: Aðalsteinn Haraldsson sjómaður.
3. Sigrún Korts Óskarsdóttir, f. 29. desember 1949 á Akranesi, húsfreyja í London. Maður hennar: Timothy Friend auglysingateiknari.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár Akurnesinga. Ari Gíslason. Sögufélag Borgfirðinga.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.