Óskar Kjartansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Kjartansson frá Kirkjuhól, sjómaður, bókbindari í Reykjavík fæddist 4. febrúar 1925 á Kirkjuhól og lést 23. maí 1995 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Kjartan Árnason sjómaður, bátsformaður, f. 2. október 1896 á Ketilstöðum í Mýrdal, d. 18. júní 1929, og kona hans Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1896 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 25. maí 1974.

Óskar var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hans lést, er Óskar var á fimmta árinu.
Hann var með móður sinni á Kirkjuhól 1930 og enn 1940 og í Drangey, Kirkjuvegi 84 1945. Einnig dvaldi hann með Elínu Runólfsdóttur föðurmóður sinni í Brekkuhúsi löngum stundum.
Óskar flutti til Reykjavíkur á síðari hluta fimmta áratugarins og nam bókband og vann við þann iðnað alllengi, en var einnig húsvörður hjá Reykjavíkurborg og víðar.
Hann bjó síðast á Karlagötu 18.
Óskar lést 1995. Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.