Óskar J. Þorláksson (Hofi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Jón Þorláksson.

Óskar Jón Þorláksson frá Hofi, prestur, prófastur fæddist 5. nóvember 1906 í Skálmarbæ í Álftaveri, V-Skaft. og lést 7. ágúst 1990.
Foreldrar hans voru Þorlákur Sverrisson frá Klauf í Meðalland, kaupmaður í Eyjum, f. 3. apríl 1875, d. 9. ágúst 1943, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Skálmarbæ í Álftaveri, húsfreyja, f. 8. nóvember 1879, d. 23. febrúar 1964.

Börn Sigríðar og Þorláks:
1. Sigríður Guðrún Þorláksdóttir húsfreyja, kennari, f. 13. apríl 1902 á Skálmabæjarhraunum í Álftaveri, d. 21. júní 1993.
2. Óskar Jón Þorláksson prestur, f. 5. nóvember 1906 í Skálmarbæ, d. 7. ágúst 1990.
3. Guðrún Þorláksdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. september 1920 í Vík, d. 13. október 2011.

Óskar var með foreldrum sínum í Skálmarbæ til 1911, í Vík 1911-1925. Hann fluttist með þeim til Eyja 1925, bjó með þeim skamma stund á Heiði, en á Hofi frá síðari hluta árs 1925.
Óskar varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1926, varð cand. theol. (guðfræðikandídat) í Háskóla Íslands 1930. Hann stundaði framhaldsnám í guðfræði í Oxford og í London á Englandi um sex mánaða skeið 1930-1931, fór í námsferð til Oxford 1947, til Norðurlanda 1931 og 1961.
Á námsárum sínum vann Óskar m.a. í síldarvinnslu á Siglufirði.
Óskar var sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri 1931-1935, var settur prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi 1934-1935.
Hann var sóknarprestur á Siglufirði 1935-1951.
Óskar var dómkirkjuprestur í Reykjavík 1951-1976, settur dómprófastur 1. janúar- 1. júlí 1964, skipaður frá 1. apríl 1973 og gegndi til starfsloka 1976.
Hann var stundakennari við Gagnfræða- og Barnaskóla Siglufjarðar 1936-1951 og við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1953.
Hann sat í skólanefnd Barnaskóla Siglufjarðar 1936-1951, í sáttanefnd þar 1935-1951, í stjórn Gesta- og sjómannaheimilis Siglufjarðar frá stofnun þess 1938-1951, formaður Búnaðarfélags Siglufjarðar 1937-1948, í barnaverndarnefnd þar í nokkur ár, í stjórn Sögufélags Siglufjarðar 1943-1951, varasáttasemjari í Norðurlandsumdæmi 1944-1951, í framkvæmdanefnd Stórstúku Íslands 1952-1953. Hann var umdæmisstjóri Rotaryfélaganna á Íslandi 1948-1950. Þá var Óskar formaður slysavarnadeildar Ingólfs í Reykjavík 1953-1965, í stjórn hins íslenska biblíufélags 1954-1980, í stjórn Vetrarhjálparinnar í Reykjavík 1954-1964, í skólanefnd Kvennaskólans 1967-1982.
Hann hlaut Riddarakross Fálkaorðunnar 1974 og Stórriddarakross 1982.
Rit: Vestur-Skaftafellssýsla í Árbók Ferðafélags Íslands 1935.
Héðinsfjörður og Siglufjörður í Árbók F.Í. 1938.
Ritgerðir í blöðum og tímaritum.
Ritstjóri og útgefandi: Barnasálmar og ljóð, Siglufirði 1944. Við móðurkné, Siglufirði 1946. Kirkjuklukkan, safnaðarblað, Siglufirði 1947-1950. Reginn, Siglufirði 1938-1950 (meðritstjóri). Safnaðarblað Dómkirkjunnar (meðritstjóri) frá 1951. Rotary Norden (meðritstjóri frá 1960). Hversvegna er ég bindindismaður?, Reykjavík 1967 (meðútgefandi).
Þau Vigdís Elísabet giftu sig 1934, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra nýfætt. Þau fóstruðu barn.
Hjónin létust 1990.

I. Kona Óskars, (1935), var Vigdís Elísabet Árnadóttir frá Gerðakoti á Miðnesi, Gull., f. 12. nóvember 1896, d. 8. október 1990. Foreldrar hennar voru Árni Eiríksson útvegsbóndi, f. 1856, drukknaði 14. mars 1908, og kona hans Elín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1861, d. 22. desember 1946.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 19. janúar 1936, d. 20. janúar 1936.
2. Árni Óskarsson loftskeytamaður, símvirki, f. 10. júlí 1939, d. 15. nóvember 2009. Kona hans Heiðdís Gunnarsdóttir
Fósturdóttir hjónanna:
3. Helga Pálmadóttir sviðsstjóri, f. 4. júlí 1936. Maður hennar Helgi Samúelsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 18. september 1990. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.