Óskar Jónsson (Hólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita

Óskar Jónsson sjómaður í Hólum fæddist 8. maí 1919 og drukknaði 15. september 1940.
Foreldrar hans voru Jóns Þórðarson sjómaður og útgerðarmaður í Hólum, Hásteinsvegi 14, f. 24. júlí 1887, d. 16. júní 1948, og kona hans Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1887, d. 21. apríl 1974.

Óskar fæddist í Hólum og ólst þar upp.
Hann var háseti á Lunda VE-141 15. september 1940, þegar hann fór út með dragnótinni og drukknaði.
Óskar var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir