Ólafur Marel Kjartansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Marel Kjartansson.

Ólafur Marel Kjartansson frá Túnsbergi, rafmagnsverkfræðingur fæddist 29. mars 1957 á Leirum u. A. Eyjafjöllum.
Foreldrar hans voru Kjartan Þórarinn Ólafsson frá Leirum u. A-Eyjafjöllum, bóndi og síðar fiskimatsmaður, f. 2. apríl 1913, d. 25. apríl 1990, og kona hans Kristín Pétursdóttir frá Syðri-Hraundal, Mýras., húsfreyja, f. 31. maí 1921, d. 21. mars 2009.

Börn Kristínar og Kjartans:
1. Vigdís Kjartansdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 4. september 1946.
2. Pétur Sævar Kjartansson símsmiður, f. 17. apríl 1949.
3. Ólafur Marel Kjartansson verkfræðingur, f. 29. mars 1957.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, á Leirum, á Túnsbergi og í Þorlákshöfn.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum við Sund 1978, lauk prófi í rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands 1982 og Civ. Ing.-prófi í DTH í Kaupmannahöfn 1986.
Ólafur var verkfræðingur og síðar deildarverkfræðingur hjá Rafmagnseftirliti Ríkisins 1982-1984 og aftur 1986-1987. Hann var sjálfstætt starfandi verkfræðingur 1987-1989, m.a. við námskeiðahald hjá Flugleiðum h.f.
Ólafur Marel hefur verið verkfræðingur hjá Smith & Norland h.f. frá 1989.
Ólafur var stundakennari við verkfræðideild Háskóla Íslands 1986-1991 og hafði á hendi námskeiðshald hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans 1987-1989.
Þau Guðný Védís giftu sig 1983, eignuðust tvö börn.

I. Kona Ólafs, (16. október 1983), er Guðný Védís Guðjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 21. október 1958 í Ytri-Njarðvík. Foreldrar hennar voru Guðjón Klemenzson héraðslæknir, f. 4. janúar 1911 á Bjarnastöðum á Álftanesi, Gull., d. 26. ágúst 1987, og kona hans Margrét Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 12. janúar 1920 í Hafnarfirði, d. 31. janúar 1990.
Börn þeirra:
1. María Védís Ólafsdóttir húsfreyja, MA-kennarapróf, kennari, f. 20. febrúar 1987 í Reykjavík. Fyrrum sambýlismaður hennar Örn Jóhannesson.
2. Kristín Þóra Ólafsdóttir, BA-spænska, MA-þýðingafræði, þýðandi, f. 27. ágúst 1989 í Reykjavík. Sambýliskona hennar Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Ólafur Marel.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.