Ólafur Magnússon (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Magnússon smiður, útvegsmaður og bátsformaður í London fæddist 18. júlí 1828 og lést. 21. mars 1904.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 18. apríl 1797, d. 2. mars 1879, og kona hans Oddný Jakobsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1798, d. 9. júní 1884.

Ólafur var með foreldrum sínum í Berjanesi æsku, með þeim á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum 1850, á Efri-Grund þar 1855.
Ólafur var orðinn bóndi í Berjanesi 1860. Þau Elsa Dóróthea eignuðust 10 börn, misstu 4 þeirra á ungum aldri. Hann missti Elsu 1877.
Hann fluttist að London 1878, fimmtugur að aldri með börnin Árna 21 árs, Oddnýju 20 ára, Ólaf 11 ára, Hallvarð 7 ára. Dóróthea 17 ára fór að Jómsborg.
Þau Una giftust 1878 og 1880 var Ólafur og Una í London með eitt barn þeirra, fjögur börn Unu frá fyrra hjónabandi og fjögur börn Ólafs frá fyrra hjónabandi hans.
Ólafur smíðaði áraskipið Hannibal og stjórnaði því um skeið, en síðar var t.d. Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum formaður á því skipi. (Sjá frásögn hans um Ólaf: Blik 1969/Endurminningar Magnúsar á Vesturhúsum).
Ólafur lést 1904.

Ólafur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Elsa Dóróthea Árnadóttir húsfreyja, f. 29. september 1832, d. 21. september 1877.
Börn þeirra hér:
1. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
2. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
3. Dagbjört Ólafsdóttir, f. 7. október 1859, d. 19. janúar 1878.
4. Dóróthea Ólafsdóttir kaupkona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
5. Magnús Ólafsson, f. 16. ágúst 1866, d. 19. janúar 1878.
6. Þorbjörg Ólafsdóttir húsfreyja á Fossi í Mýrdal, f. 15. nóvember 1867 í Berjanesi, d. 31. mars 1917 á Fossi.
7. Ólafur Ólafsson vinnumaður í London, f. 15. mars 1869, d. 22. febrúar 1899.
8. Halla Ólafsdóttir, f. 20. september 1870, d. 23. nóvember 1871.
9. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.
10. Halla Ólafsdóttir, tvíburi, f. 30. júní 1873, d. 10. júlí 1873.
11. Oddný Ólafsdóttir, tvíburi, f. 30. júní 1873, d. 8. október 1873.

II. Síðari kona Ólafs, (19. október 1878), var Una Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1839, d. 25. apríl 1930.
Barn þeirra var:
12. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956, kona Lárusar Halldórssonar.
Fósturbarn þeirra var
13. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1889, d. 22. nóvember 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.