Ólafur Emil Sigmundsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Ólafur Emil Sigmundsson.

Ólafur Emil Sigmundsson frá Garðhúsum, (kallaður Óli Lín meðal strákanna í Eyjum), sjómaður fæddist 20. desember 1899 á Seyðisfirði og lést 30. nóvember 1941.
Foreldrar hans voru Sigmundur Jónsson trésmiður, sjómaður, vélstjóri, f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði, d. 4. október 1930, og fyrri kona hans Guðrún Friðrikka Pálsdóttir húsfreyja í Neskaupstað og á Seyðisfirði, f. 20. febrúar 1878, d. 13. maí 1916.
Fósturforeldrar hans voru Sigurlínus Stefánsson, f. 10. nóvember 1872, d. 18. júní 1954, og kona hans Sigríður Davíðsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1849, d. 13. ágúst 1922.

Ólafur Emil var með móður sinni og Sigurði Jónssyni manni hennar í Nóatúni á Seyðisfirði 1901.
Hann var tökubarn og í fóstri á Norðfirði hjá Sigurlínusi Stefánssyni, síðar utanbúðarmanni hjá Edinborgarverslun í Eyjum, og konu hans Sigríði Davíðsdóttur húsfreyju. Þau fluttust með hann til Eyja 1910 og þar var hann hjá þeim í Garðhúsum.
Hann var sjómaður á skipinu Leifi heppna í Reykjavík 1920, bjó síðar á Dalvík.
Hann lést 1941, jarðsettur í Reykjavík.

I. Fyrri sambýliskona Ólafs var Sigríður Kristjana Kristjánsdóttir, f. 11. júlí 1901 í Reykjavík, d. 30. ágúst 1929 á Vífilsstöðum. Foreldrar hennar voru Kristján Ólafsson verkamaður í Reykjavík, f. 20. febrúar 1877, d. 4. mars 1934 og kona hans Þuríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1878, d. 12. apríl 1962.
Barn þeirra:
1. Kristján Ólafsson sjómaður í Reykjavík og þekktur knattspyrnumaður um skeið, f. 1. október 1922, d. 17. ágúst 1974. Sambýliskona hans, (slitu samvistir), var Jóhanna Oddný Guðmundsdóttir Waage.

II. Síðari sambýliskona Ólafs Emils var Guðrún Þorleifsdóttir bústýra á Dalvík, f. 10. ágúst 1905 á Sveinsstöðum í Svarfaðardal, d. 7. apríl 1969 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Þorleifur Jóhannsson bóndi á Sveinsstöðum og víðar í Svarfaðardal, síðan sjómaður á Dalvík, f. 13. ágúst 1874, d. 7. september 1957, og kona hans Kristbjörg Jósepsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1877, d. 11. ágúst 1943.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.