Ólafur Einarsson (Búðarfelli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Ólafur
Ólafur og Petra
Börn Ólafs og Petru

Ólafur Einarsson, Búðarfelli, var fæddur að Holti undir Eyjafjöllum þann 10. janúar 1897. Ólafur fór 10 ára gamall með föður sínum, Einari Halldórssyni, til Vestmannaeyja. Hann byrjaði sjómennsku á Höfrungi I og var á honum óslitið til 1920. Þá létu sömu eigendur smíða Höfrung II og var Ólafur formaður á þeim báti til ársins 1927. Þá lét hann af sjómennsku vegna heilsubrests. Ólafur lést 27. janúar 1928.

Eiginkona hans hét Petra Guðmundsdóttir. Sonur þeirra hét Einar Guðmundur.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.