Ólafía Árnadóttir (Skálholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafía Sigríður Árnadóttir húsfreyja í Skálholti fæddist 8. maí 1895 að Gerðakoti í Gerðum, Gull. og lést 15. mars 1962.
Faðir Ólafíu í Skálholti og maður Elínar (hún var seinni kona hans) var Árni sjómaður í Gerðakoti, f. 1856, d. 14. mars 1908, Eiríksson bónda í Fíflholts-Suðurhjáleigu, f. 28. apríl 1811, d. 27. maí 1866, Jónssonar bónda á Butru og Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 1778, d. 22. apríl 1815, drukknaði við Vestmannaeyjar, Árnasonar, og konu Jóns Árnasonar, Sigríðar húsfreyju, f. 1776, á lífi 1845, Pétursdóttur.
Móðir Árna Eiríkssonar og kona Eiríks var Sigríður húsfreyja, f. 1816 í Mosfellssókn í Grímsnesi, d. 16. júní 1862, Árnadóttir.
Foreldrar Jóns Árnasonar á Voðmúlastöðum voru Árni Hákonarson bóndi í Stóra-Gerði, f. 1741, d. 16. febrúar 1793 og k.h. Guðrún Vigfúsdóttir, f. 1742, d. 9. júní 1790.

Móðir Ólafíu var Elín húsfreyja í Gerðakoti á Miðnesi, Gull., f. 21. febrúar 1861, d. 22. desember 1946, Ólafsdóttir bónda í Haga í Holtum 1850-1865 og á Efri-Hömrum þar 1865-1887, f. 30. mars 1819, d. 15. júní 1888 á Efri-Hömrum, Hallssonar bónda á Efri-Hömrum, f. 30. apríl 1787, d. 13. mars 1835, Jónssonar, og konu Halls, Ingveldar húsfreyju, f. 23. október 1791, d. 7. mars 1869, Ólafsdóttir.
Móðir Elínar í Gerðakoti og kona Ólafs í Haga var (19. október 1850) Vigdís húsfreyja, f. 5. ágúst 1822 á Syðri-Hömrum í Holtum, d. 23. apríl 1893 á Efri-Hömrum, Sigurðardóttir bónda á Syðri-Hömrum, f. 8. maí 1790, d. 10. janúar 1833, Jónssonar, og konu Sigurðar, Kristínar húsfreyju, f. 28. maí 1798, d. 15. nóvember 1832, Jónsdóttur.

Maður Ólafíu var Árni Sigfússon kaupmaður.
Ólafía Sigríður fluttist til Eyja 1913. Þau Árni giftust 11. desember 1915.
Þau bjuggu víða, m.a. í Garðhúsum 1920, Stóra-Hvammi og Skálholti við Urðaveg.
Þeim varð 5 barna auðið:
1. Jón Árni skrifstofumaður, fæddur 10. mars 1916, d. 2. ágúst 1970, kvæntur Þyrí Björnsdóttur, f. 29. september 1915, d. 3. febrúar 1954, dóttur Björns Guðjónssonar á Kirkjubóli og konu hans Sigríðar Jónasdóttur.
2. Ragnheiður húsfreyja, fædd 10. október 1918, gift bandarískum manni.
3. Guðni Hjörtur húsasmíðameistari, fæddur 14. ágúst 1920, d. 3. október 1965.
4. Elín húsfreyja, fædd 18. september 1927, d. 7. október 2003, gift Gunnari Stefánssyni vélstjóra frá Litla-Gerði, f. 16. desember 1922, d. 27. desember 2010.
5. Elísabet, f. 4. mars 1930, húsfreyja og framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands, gift Jóhanni Möller, f. 7. febrúar 1920, d. 26. febrúar 2011.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason símritari.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.