Ásberg Lárentsínusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásberg Lárentsínusson.

Ásberg Lárentsínusson frá Stykkishólmi, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 21. júlí 1935.
Foreldrar hans voru Lárentsínus Mikael Jóhannesson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri í Stykkishólmi, f. 20. desember 1893, d. 2. ágúst 1963, og kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 11. október 1903, d. 14. apríl 1983.

Ásberg hóf störf á sjó 1951 á síldveiðum fyrir Norðurlandi á mb. Sigurfara frá Flatey á Breiðafirði, var síðan á ýmsum bátum frá Stykkishólmi, m.a. Gretti til 1955.
Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Eyjum 1958, 120 lesta réttindi. Hann var síðan stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum frá Eyjum.
Hann kvæntist Guðbjörgu Sigfríði 1957. Þau eignuðust fjögur börn, bjuggu í Götu 1957, á Brimhólabraut 31 1959, Hásteinsvegi 4 1962, síðar á Svalbarði.
Fjölskyldan fluttist til Þorlákshafnar í Gosinu 1973 og bjó á Eyjahrauni 18 þar, en nú á Sunnubraut 5.
Ásberg var stýrimaður á Ísleifi IV., var matsveinn, síðan skipstjóri um skeið á Jóni fá Hofi, var svo með Nonna SH. Hann lauk starfsævinni sem verkstjóri við saltfiskverkun. Guðbjörg Sigfríð lést 2013.

Kona Ásbergs, (31. desember 1957), var Guðbjörg Sigfríð Einarsdóttir húsfreyja frá Götu, f. 23. september 1931, d. 22. október 2013.
Börn þeirra:
1. Rúnar Ásbergsson tölvutæknimaður, ferðaleiðsögumaður í Reykjavík, f. 8. nóvember 1957 í Götu.
2. Ómar Berg Ásbergsson stúdent, f. 24. nóvember 1958 að Brimhólabraut 31, d. 26. október 1979.
3. Ásberg Einar Ásbergsson stúdent, vinnur við fiskeldi, f. 19. júlí 1962 að Hásteinsvegi 4.
4. Sigríður Lára Ásbergsdóttir er með BA-próf í alþjóðasamskiptum frá San Diego í Kaliforníu, húsfreyja, deildarstjóri í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, f. 15. júlí 1963 að Hásteinsvegi 4.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Pers.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.