Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja og skrifstofumaður í Reykjavík, fæddist 19. september 1940 á Högnastöðum í Þverárhlíð í Mýrasýslu.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson búfræðingur, bóndi í Dölum, f. 13. desember 1913, d. 30 mars 2001, og kona hans Helga Þuríður Árnadóttir frá Burstafelli, húsfreyja, f. 15 maí 1918, d. 8. desember 2008.

Börn Helgu og Guðjóns:
1. Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 19. september 1940.
2. Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, f. 22. maí 1942
3. Emil Þór Guðjónsson, f. 15. febrúar 1944.
4. Guðmundur Helgi Guðjónsson, f. 5. mars 1947.
5. Ásbjörn Guðjónsson, f. 28. janúar 1949.
6. Elín Ebba Guðjónsdóttir, f. 20. október 1952.
7. Lárus Jóhann Guðjónsson, f. 6. febrúar 1959.

Árnný lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum 1956. Hún starfaði m.a hjá Sparisjóðnum Símstöðinni og Mjólkursamsölunni, en flutti til Reykjavíkur 1973 og hefur búið þar síðan. Starfaði hjá Véladeild SÍS frá 1974 einnig hjá Bifreiðaskoðun og Umferðarstofu.

I. Fyrri maður hennar (5. júní 1960) var Sigurður Pétur Oddsson frá Dal, skipstjóri, f. 18. maí 1936, d. 14. ágúst 1968.
Börn þeirra:
1. Guðjón Sigurðsson, f. 2. febrúar 1960.
2. Magnús Ingi Sigurðsson, f. 5. september 1961, d. 23. júlí 1987.
3. Oddur Sigurðsson (yngri), f. 12. ágúst 1962.

II. Síðari maður Árnnýjar er Edmund Bellersen raftæknir, f. 2. febr. 1942, þýzkrar ættar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.