Ágústa Jóhannsdóttir (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ágústa Jóhannsdóttir.

Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja frá Fagurlyst fæddist þar 10. desember 1922 og lést 31. mars 2013.
Foreldrar hennar voru Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður, útgerðarmaður, alþingismaður og ráðherra, f. 17. júní 1886, d. 15. maí 1961, og kona hans Magnea Dagmar Þórðardóttir húsfreyja, f. 10. október 1901, d. 2. júlí 1990.

Börn Jóhanns og Magneu voru:
1. Svana Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1921 í Eyjum, d. 12. nóvember 1992. Hún var búsett í Bandaríkjunum, gift Roger B. Hodgson verkfræðingi, áður gift Sturlaugi Böðvarssyni útgerðarmanni á Akranesi.
2. Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. desember 1922 í Eyjum, d. 31. mars 2013.
3. Ólafur Jóhannsson flugstjóri, f. 20. september 1928 í Eyjum, d. 31. janúar 1951. Kona hans var Ellen Sigurðardóttur Waage húsfreyja, f. 7. maí 1930.
Hálfsystir systkinanna var
4. Unnur Jóhannsdóttir, f. 27. júní 1911 í Borgarnesi, d. 4. nóvember 1931 í Þýskalandi. Móðir hennar var Ingveldur Jónsdóttir frá Hofakri.

Ágústa ólst upp hjá foreldrum sínum í Fagurlyst og fluttist með þeim til Reykjavíkur tólf ára gömul. Hún gekk í Húsmæðraskólann og stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Einnig stundaði hún nám í tungumálum og bókmenntum við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) 1944-46 og lauk prófi Leiðsögumannaskólanum 1975.
Ágústa stundaði um árabil verslunarstörf í ferðamannaverslunum í Reykjavík. Hún rak um skeið heimagistingu fyrir erlenda ferðamenn. Hún var virkur þátttakandi í starfi kvenfélagsins Hringsins.
Ágústa lést 31. mars 2013 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.

Maður Ágústu, (23. nóvember 1946, skildu), var Ísleifur Pálsson frá Miðgarði, framkvæmdastjóri, f. 27. febrúar 1922, d. 14. desember 1996.
Foreldrar hans voru Páll Oddgeirsson kaupmaður, útgerðarmaður frá Ofanleiti, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1971, og kona hans Matthildur Ísleifsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 7. maí 1900, d. 29. ágúst 1945.

Börn þeirra:
1. Jóhann Ísleifsson deildarstjóri, f. 12. mars 1947 í Reykjavík.
2. Dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur, kennari við Háskólann í Reykjavík, f. 10. febrúar 1955 í Reykjavík. Kona hans er Dögg Pálsdóttir lögfræðingur.
3. Örn Ísleifsson sölumaður og flugkennari í Reykjavík, f. 7. ágúst 1956. Kona hans er Guðrún Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1956 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Morgunblaðið 12. apríl 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.