Ágúst Hjörleifsson (Skálholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Jóhanna og Friðrik Ágúst.

Friðrik Ágúst Hjörleifsson frá Skálholti við Landagötu, sjómaður, útgerðarmaður, bifreiðastjóri fæddist þar 16. nóvember 1930 og lést 7. október 2014 á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Hjörleifur Sveinsson frá Selkoti u. Eyjafjöllum, f. 23. janúar 1901, d. 29. september 1997, og kona hans Þóra Arnheiður Þorbjarnardóttir frá Eskifirði, húsfreyja, f. 18. október 1903, d. 6. júlí 1970.

Börn Þóru og Hjörleifs:
1. Sveinn Hjörleifsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 1. ágúst 1927 í Skálholti, d. 4. janúar 2004.
2. Anna Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1929 í Skálholti, d. 21. febrúar 2018.
3. Friðrik Ágúst Hjörleifsson sjómaður, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 16. nóvember 1930 í Skálholti, d. 7. október 2014.
4. Guðbjörg Marta Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1932 í Skálholti.
5. Drengur, f. 7. mars 1940, d. sama dag.

Ágúst var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Anna giftu sig 1953, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári.
Þau bjuggu í fyrstu að Hásteinsvegi 7, þá í Skálholti, en byggðu húsið að Grænuhlíð 7, fluttu inn 1958 og bjuggu þar til Goss 1973. Þá fluttust þau fljótlega að Keilufelli 10 í Reykjavík og bjuggu þar, uns Ágúst fór á dvalarheimilið Grund.
Ágúst vann fyrir Viðlagasjóð í Reykjavík um skeið, en stundaði síðan sendibílaakstur.
Hann lést 2014.

I. Kona Friðriks Ágústs, (6. júní 1953), var Anna Jóhanna Oddgeirs húsfreyja, sjúkraliði, f. 30. október 1932 á Sandi við Strandveg.
Börn þeirra:
1. Áróra Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja, umboðsmaður, f. 18. apríl 1953 að Hásteinsvegi 7. Maður hennar er Bjarni Sighvatsson útvarpsvirki, skrifstofumaður, f. 19. júlí 1949 á Aðalbóli, ættaður þaðan.
2. Þóra Margrét Friðriksdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 14. febrúar 1955 að Hásteinsvegi 7, d. 26. febrúar 1998. Maður hennar var Heiðar Ágúst Borgþórsson vélstjóri, f. 3. apríl 1952, ættaður frá Kiðjabergi og Stóra-Hvammi.
3. Hjörleifur Arnar Friðriksson, f. 5. júlí 1956 að Landgötu 22, d. 13. september 1956.
4. Hjörleifur Arnar Friðriksson sjómaður í Eyjum, f. 2. mars 1958 í Eyjum. Sambýliskona hans er Auðbjörg Sigurþórsdóttir húsfreyja frá Eskifirði, f. þar 29. nóvember 1960.
5. Jón Rúnar Friðriksson sjómaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1960 í Eyjum.
6. Friðrik Þór Friðriksson sjómaður í Reykjavík, f. 24. nóvember 1962 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.