Þorgerður Jónsdóttir (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorgerður Jónsdóttir vinnukona fæddist 1799 á Glámu í Fljótshlíð og lést 13. mars 1872 í Frydendal.
Foreldrar hennar voru Jón Brandsson bóndi, f. 1743, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 1775.

Þorgerður var með foreldrum sínum á Glámu 1801, var niðursetningur í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð 1816.
Hún var komin til Eyja 1824, er hún fluttist frá Háagarði í Kirkjubæjarsókn að Dölum í Ofanleitissókn, var vinnukona í Stakkagerði 1826, vinnukona í Nýjabæ 1827, skráð fædd í Fljótshlíð, í Stakkagerði 1829, í Nýjabæ við fæðingu Ingigerðar 1833, í Kastala 1834, í Stakkagerði 1837, á Fögruvöllum 1838 og 1839.
Þorgerður var vinnukona í Dölum 1840, í Stóra-Gerði 1841, á Gjábakka 1842-1844, í Nöjsomhed 1845, á Gjábakka 1846-1850, í Stóra-Gerði 1851 og 1852, í Stakkagerði 1853, í Frydendal 1854 og þar síðan til dd.
Hún lést í Frydendal 1872, þá blindur niðursetningur, dó „eftir stutta legu meðfram af elliburðum“.

Barnsfaðir Þorgerðar var lýstur Guðmundur Sigurðsson á Oddsstöðum, en hann „neitaði“.
Barnið var
1. Ingigerður Guðmundsdóttir (Þorgerðardóttir í pr.þj.bók), f. 23. júní 1833, d. 27. júní 1833 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.