Þórunn Þorsteinsdóttir (Hrauni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja á Hrauni fæddist 19. apríl 1850 og lést 15. mars 1903.
Faðir Þórunnar var Þorsteinn bóndi í Steinmóðarbæ undir Eyjafjöllum, f. 14. ágúst 1813, d. 15. desember 1858, Ólafsson bónda í Múlakoti í Fljótshlíð, f. 1776, d. 17. nóvember 1846, Árnasonar bónda þar, f. 1728, d. 2. september 1804, Jónssonar, og konu Árna í Múlakoti, Þorbjargar húsfreyju, f. 1724, Ólafsdóttur.
Móðir Þorsteins í Steinmóðarbæ og kona Ólafs í Múlakoti var Þórunn húsfreyja, f. 1790, d. 14. júní 1856, Þorsteinsdóttir bónda í Vatnsskarðshólum í Mýrdal, f. 1746, d. 9. júlí 1834, Eyjólfssonar, og fyrstu konu hans Karítasar húsfreyju, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði Vigfússonar og konu hans Þórunnar húsfreyju Hannesdóttur Scheving, sem síðar átti Jón eldklerk Steingrímsson.

Móðir Þórunnar á Hrauni og kona Þorsteins í Steinmóðarbæ var Kristín húsfreyja, f. 19. júlí 1823, d. 23. nóvember 1890, Jónsdóttir bónda í Miðey í A-Landeyjum, f. 7. júlí 1792 á Efri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 5. janúar 1837, Jónssonar bónda á Ljótarstöðum þar, f. 1766 á Syðri-Úlfsstöðum, d. 2. apríl 1842, Þorkelssonar, og konu Jóns Þorkelssonar, Margrétar, f. 1765, d. 18. júlí 1834, Hreinsdóttur.
Móðir Kristínar í Steinmóðarbæ og kona Jóns í Miðey var Kristín húsfreyja, f. 1801, d. 8. apríl 1876 í Miðey, Ólafsdóttir bónda á Voðmúlastaða-Austurhjáleigu (nú Búland), f. 1767, drukknaði 28. apríl 1818, Þórðarsonar, og konu Ólafs Þórðarsonar, Margrétar húsfreyju, f. 1772, d. 15. ágúst 1816, Andrésdóttur.

Þórunn var 11 ára tökubarn í Múlakoti 1860, tvítug vinnukona þar 1870.
Hún er 40 ára húsfreyja á Vilborgarstöðum með Jóni bónda og fjórum börnum þeirra auk niðursetnings 1890.
Við manntal 1901 er hún 51 árs húsfreyja á Hrauni með Jóni og tveim börnum auk vinnufólks. Hún deyr 1903.

Maður Þórunnar var Jón Einarsson bóndi, útgerðarmaður, kaupmaður og bókasafnsvörður á Hrauni, f. 26. mars 1851, d. 3. ágúst 1934.

Börn þeirra Þórunnar voru:
1. Ísleifur Jónsson vinnumaður, f. 14. febrúar 1878, d. 31. ágúst 1896, fórst í jarðskjálftunum.
2. Þorsteinn Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri í Laufási.
3. Einar Jónsson vinnumaður á Krossi í Landeyjum, f. 23. janúar 1883, í apríl 1903, ókvæntur.
4. Sigrún Jónsdóttir húsfreyja á Melstað, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978.
5. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. ágúst 1887, d. 20. mars 1974, gift Ara Magnússyni fiskkaupmanni.
6. Sigurður Jónsson, f. 4. október 1892, d. 13. október 1892.
7. Drengur, f. andvana 28. desember 1897.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.