Þórhalla Friðriksdóttir (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórhalla Friðriksdóttir.

Þórhalla Friðriksdóttir (Halla) húsfreyja á Löndum og í Keflavík fæddist 15. apríl 1915 að Rauðhálsi í Mýrdal og lést 7. nóvember 1999.
Foreldrar hennar voru Friðrik Vigfússon bóndi á Rauðhálsi, f. 2. apríl 1871 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 17. nóvember 1916 á Rauðhálsi og kona hans Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1875 í Pétursey í Mýrdal, d. 23. júlí 1959 í Eyjum.
Sjá mynd á síðu Þórunnar Sigríðar Oddsdóttur.

Börn Þórunnar og Friðriks:
1. Vigfús Friðriksson vinnumaður á Rauðhálsi, f. 13. febrúar 1897, d. 3. júní 1918 í Eyjum.
2. Sigurður Friðriksson útgerðarmaður, síðar verkstjóri, Hásteinsvegi 17, f. 22. ágúst 1898, d. 7. maí 1980, kvæntur Elísabet Hallgrímsdóttur.
3. Þorbergur Friðriksson skipstjóri, f. 10. des. 1899, fórst með b/v Sviða 2. desember 1941.
4. Þórunn Friðriksdóttir húsfreyja að Birtingarholti við Vestmannabraut 61, f. 28. apríl 1901 (V-Skaftf. 30. apríl), d. 13. júlí 1972, kona Ingvars Þórólfssonar.
5. Ragnhildur Friðriksdóttir húsfreyja að Brekastíg 3, Sólbergi, f. 5. júní 1902, d. 16. ágúst 1977, kona Guðlaugs Halldórssonar.
6. Oddsteinn Friðriksson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 27. júní 1903, d. 21. sept 1987, kvæntur, (skildu), Þorgerði Hallgrímsdóttur, systur Elísabetar konu Sigurðar.
7. Árþóra Friðriksdóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 23. desember 1904, d. 17. marz 1990.
8. Högni Friðriksson sjómaður, f. 2. júlí 1907, d. 17. júní 1929.
9. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, fiskverkakona, verkstjóri, f. 3. júlí 1908, d. 28. febrúar 2011. Maður hennar Halldór Halldórsson.
10. Kristín Friðriksdóttir húsfreyja á Norður-Hvoli í Mýrdal, f. 4. maí 1910, d. 23. október 2009.
11. Ólafur Friðriksson verkamaður á Selfossi, síðast í Hveragerði, f. 29. ágúst 1911, d. 26. jan. 1984.
12. Ragnheiður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1912, d. 12. júlí 1984, kona Haraldar Þorkelssonar.
13. Þórhallur Friðriksson bifreiðastjóri í Eyjum, síðar smiður og umsjónarmaður í Skógum u. Eyjafjöllum, en síðast búsettur á Selfossi, f. 3. nóv. 1913, d. 29. janúar 1999, kvæntur Elínu Þorsteinsdóttur.
14. Þórhalla Friðriksdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 15. apríl 1915, d. 7. nóvember 1999, kona Þorvalds Guðjónssonar, (skildu), síðar kona Ásmundar Friðrikssonar. Að lokum giftist hún Brynjólfi Hallgrímssyni bróður Elísabetar og Þorgerðar. Þau bjuggu í Kópavogi.
15., 16. og 17. Þrjú börn fædd andvana.

Eftir lát föður síns ólst Þórhalla í fyrstu upp hjá frænda sínum á Hvoli í Mýrdal, Eyjólfi Guðmundssyni og konu hans Arnþrúði Guðjónsdóttur. Hún fluttist síðan með móður sinni til Eyja 1921, til Sigurðar bróður síns.
Þórhalla vann verslunarstörf um árabil.

Þórhalla (Halla) var þrígift:
I. Fyrsti maður hennar (3. febrúar 1934) var Þorvaldur Guðjónsson skipstjóri frá Sandfelli, f. 10. mars 1893, d. 18. apríl 1959. Þau skildu. Þau voru barnlaus, en eignuðust kjörbarn:
1. Harpa Þorvaldsdóttir húsfreyja í Reykjanesbæ, frænka Þórhöllu og Þorvaldar, f. 8. febrúar 1938.

II. Annar maður hennar (8. september 1949) var Ásmundur Friðriksson skipstjóri, síðar framkvæmdastjóri í Keflavík, f. 31. ágúst 1909, d. 17. nóvember 1963.
Börn þeirra:
2. Ása Ásmundsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 7. febrúar 1950.
3. Árni Ásmundsson verslunarmaður, f. 21. desember 1951.

III. Þriðji maður hennar (20. ágúst 1966) Brynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson frá Felli í Mýrdal, f. 27. maí 1913 á Felli, d. 18. október 1991. Þau Þórhalla bjuggu í Kópavogi.
Brynjólfur var bróðir Þorgerðar fyrrum konu Oddsteins Friðrikssonar og Elísabetar konu Sigurðar Friðrikssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Morgunblaðið. Minning 16. nóvember 1999.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.