Þóreylín Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þóreylín Einarsdóttir vinnukona í Norðurgarði fæddist 26. janúar 1847 á Loftsölum í Mýrdal og lést 7. júní 1866 í Norðurgarði.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bóndi á Loftsölum, f. 1790, d. 9. júlí 1859 á Loftsölum, og kona hans Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 10. september 1815 í Hrífunesi í Skaftártungu, á lífi 1873.

Þóreylín var með foreldrum sínum á Loftsölum til 1859 og síðan með móður sinni þar til 1862.
Hún fluttist með Kristínu móður sinni til Eyja 1866 og varð vinnukona í Norðurgarði.
Hún lést um sumarið 1866 „úr hastarlegri heilabólgu“.
Þóreylín var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.