Ömpustekkir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ömpustekkir eru hraunhólar í norðaustur frá Lyngfelli, sunnan við flugbrautina. Ekki vita menn lengur hvaðan nafnið kemur, en sagt er að Vilborgarstaðarbændur hafi haft þar stekki, þar sem fært var frá í Vestmannaeyjum, en þó aðeins um skamma hríð. Sumir segja, að Ampa kerling, sem búið hafi í Ömpuhjalli, hafi haft þar í stekkjum og séu hraunhólarnir leifar þeirra.

Á árum áður er sagt að reimt hafi verið sunnan við Ömpustekki, en þegar komið var norður fyrir þá, hætti allur reimleiki. (Sjá Verndarvættirnir í Ömpustekkjum)


Heimildir

  • Ömpustekkir, bls. 33. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977.