Óskar Kristjánsson (Ormskoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Kristjánsson.

Óskar Kristjánsson frá Ormskoti í Fljótshlíð, trésmíðameistari fæddist 17. apríl 1908 á Gilsbakka og lést 20. ágúst 1980.
Foreldrar hans voru Kristján Jónsson frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, trésmíðameistari, f. 13. mars 1882, d. 19. ágúst 1957, og kona hans Elín Oddsdóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð, húsfreyja f. 27. janúar 1889, d. 19. mars 1965.

Börn Elínar og Kristjáns:
1. Óskar Kristjánsson, f. 27. janúar 1907 á Gilsbakka, d. 11. janúar 1908.
2. Óskar Kristjánsson, f. 17. apríl 1908 á Gilsbakka, d. 20. ágúst 1980.
3. Ólafur Ágúst Kristjánsson, f. 12. ágúst 1909 á Garðstöðum, d. 21. apríl 1989.
4. Oddgeir Kristjánsson, f. 16. nóvember 1911, d. 18. febrúar 1966.
5. Andvana stúlka, f. 3. október 1912 á Garðstöðum.
6. Laufey Sigríður Kristjánsdóttir, f. 30. desember 1913 á Heiðarbrún, d. 5. október 1994.
7. Jóna Margrét Kristjánsdóttir, f. 13. janúar 1915 á Heiðarbrún, d. 2. janúar 1971.
8. Friðrik Kristjánsson, f. 11. janúar 1916 á Heiðarbrún, d. 7. júlí 1916.
9. Klara Kristjánsdóttir, f. 8. júlí 1917 á Heiðarbrún, d. 23. janúar 1993.
10. Guðleif Hulda Kristjánsdóttir, f. 22. júlí 1918 á Heiðarbrún, d. 16. desember 1918.
11. Gísli Kristjánsson, f. 17. febrúar 1920 á Heiðarbrún, d. 26. febrúar 1995.
12. Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 8. apríl 1921 á Heiðarbrún, d. 24. nóvember 1999.
9. Klara Kristjánsdóttir, f. 8. júlí 1917 á Heiðarbrún, d. 23. janúar 1993.
10. Guðleif Hulda Kristjánsdóttir, f. 22. júlí 1918 á Heiðarbrún, d. 16. desember 1918.
11. Gísli Kristjánsson, f. 17. febrúar 1920 á Heiðarbrún, d. 26. febrúar 1995.
12. Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 8. apríl 1921 á Heiðarbrún, d. 24. nóvember 1999.
13. Haraldur Kristjánsson, f. 22. febrúar 1924 á Heiðarbrún, d. 12. september 2002 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
14. Andvana drengur, f. 4. september 1927.
15. Lárus Kristjánsson, f. 28. ágúst 1929 á Heiðarbrún.
Sonur Kristjáns og hálfbróðir systkinanna var
16. Svanur Ingi Kristjánsson verslunarmaður, húsasmíðameistari, f. 9. febrúar 1922, d. 22. nóvember 2005.

Óskar fæddist á Gilsbakka. Þegar hann var nýfæddur fóru foreldrar hans með hann upp í Fljótshlíð, en faðir hans var sendur þangað til húsasmíða.
Móðir hans dvaldi í Ormskoti hjá Jónínu systur sinni. Þegar haustaði fluttust foreldrar hans til Eyja, en hann varð eftir hjá Jónínu Oddsdóttur húsfreyju frænku sinni og Helga Björnssyni bónda í Ormskoti og ólst þar upp.
Óskar varð sjómaður í Reykjavík, lærði trésmíði, fékk meistarabréf 21. september 1950.
Hann stundaði smíðar á sumrin, en stundaði sjóróðra á veturna 1930-1940, vann í dráttarbraut Keflavíkur 1940-1946, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1946-1954. Síðan vann hann á Keflavíkurflugvelli. Hann bjó á Brautarhóli í Njarðvík.
Óskar kvæntist Svövu Magnúsdóttur 1929 og átti með henni eitt barn, en missti hana 1934. Hann kvæntist Guðrúnu Þorsteinsdóttur 1934 og eignaðist með henni fjögur börn.
Óskar lést 1980 og Guðrún 2001.

Óskar var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (14. desember 1929), var Svava Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1907, d. 19. október 1934. Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson verkamaður frá Miðkoti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, f. 10. janúar 1868, d. 22. desember 1944, og Katrín Magnúsdóttir húsfreyja frá Þúfu í Landeyjum, f. 18. júlí 1870, d. 3. ágúst 1923
Barn þeirra:
1. Garðar Óskarsson rafvirkjameistari, rafveitustjóri við Rafveitu Akraness, tæknifulltrúi, f. 4. mars 1929, f. 14. apríl 2010. Kona I, skildu, var Þórdís Kristjánsdóttir, f. 8. apríl 1931, d. 20. mars 2004. Kona II, (29. desember 1978), var Guðrún Björg Hjálmarsdóttir Diego húsfreyja, f. 7. febrúar 1931, d. 19. apríl 2008.

II. Síðari kona Óskars, (22. desember 1934), var Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1911, d. 23. janúar 2001. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Árnason húsasmiður í Keflavík, f. 28. október 1885, d. 23. janúar 1969, og fyrri kona hans Guðný Helga Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1882, d. 8. janúar 1943.
Fósturforeldrar Guðrúnar voru Bjarnveig Vigfúsdóttir húsfreyja, móðursystir hennar, f. 9. september 1872, d. 15. febrúar 1950, og Árni Grímsson sjómaður, f. 1872, d. 1927.
Börn þeirra:
2. Bjarnveig Óskarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 28. ágúst 1936. I. Barnsfaðir hennar er Lyle C. Jamison, f. um 1935. II. Maður hennar er Robert R. Warren, f. 2. apríl 1938.
3. Margrét Sigrún Óskarsdóttir, f. 26. maí 1940. I. Maður hennar er Björgvin Óli Gunnarsson, f. 12. janúar 1943.
4. Árni Óskarsson afgreiðslumaður, f. 21. febrúar 1944. I. Kona hans er Jóhanna Valgerður Arngrímsdóttir, f. 6. mars 1945.
5. Valgarður Óskarsson afgreiðslumaður, f. 4. júlí 1950, d. 10. febrúar 2011. I. Barnsmóðir hans: Erla Ólafsdóttir, f. 17. október 1950. II. Kona hans var Þóra Steina Þórðardóttir, f. 14. febrúar 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.