Óskar Jóhann Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Jóhann Guðmundsson sjómaður, vélstjóri í Reykjavík, fæddist 15. janúar 1924 á Reyni og lést 24. mars 1995.
Foreldrar hans voru Guðmundur Tómasson skipstjóri, útgerðarmaður á Bergstöðum, f. 24. júní 1886 í Gerðum í Landeyjum, d. 12. október 1967, og síðari kona hans Elín Jóhanna Sigurðardóttir, f. 5. júní 1901 á Seyðisfirði, d. 10. október 1978.

Barn Guðmundar Tómassonar og fyrri konu hans Jónínu Margréti Jónsdóttur var
1. Jón Guðmundsson, f. 20. apríl 1919 á Hól, d. 16. júlí 1919.
Börn Guðmundar og síðari konu hans Elínar Sigurðardóttur:
2. Óskar Jóhann Guðmundsson sjómaður, vélstjóri í Reykjavík, f. 15. janúar 1924 á Reyni, d. 24. mars 1995.
3. Tómas Þórhallur Guðmundsson rafvirkjameistari í Ólafsvík, f. 9. júní 1926 á Þorvaldseyri, d. 21. janúar 2004.
4. Guðjón Ólafur Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður í Eyjum, f. 1. nóvember 1927 í Landlyst, d. 24. desember 1975.
5. Hjördís Kristín Guðmundsdóttir talsímakona, f. 30. júní 1931 í Landlyst.
6. Sigurður Guðmundsson, f. 5. október 1932 í Landlyst, d. 21. júlí 1937 á Þingvöllum.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku, á Reyni 1924, á Þorvaldseyri 1926, í Landlyst 1927 og enn 1930, Þingvöllum 1934 og enn 1937, á Sólbergi við Brekastíg 3 1940.
Hann tók hið minna mótorvélstjórapróf 1941, smáskipapróf 1952 og lauk 2. stigi í Vélskóla Íslands 1968.
Óskar Jóhann var vélstjóri og skipstjóri á ýmsum bátum frá 1941, lengst á mb. Höfrungi , en síðan á ms Hafþóri frá 1968-1970. Þá var hann 1. vélstjóri á flutningaskipinu Ísborg 1970-1972 og Sæborg 1972-1976. Eftir það var hann vélstjóri á olískipinu Kyndli frá 1976 til um það bil 1985 og síðan á olíuskipinu Bláfelli.
Þau Kristín María giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast á Háaleitisbraut 141.
Óskar lést 1995 og Kristín 2005.

I. Kona Óskars Jóhanns, (20. apríl 1957), var Kristín María Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 17. júní 1921 í Stóra-Rimakoti í Ásahreppi, Rang., síðast í Reykjavík, d. 14. janúar 2005. Foreldrar hennar voru Magnús Stefánsson bóndi í Ráðagerði og Vetleifsholti í Ásahreppi, síðar verkamaður á Sólvöllum á Seltjarnarnesi, f. 15. maí 1892 í Litla-Rimakoti, d. 18. maí 1974, og kona hans Anna Pétursdóttir frá Rimakoti, húsfreyja, f. 26. júlí 1892, d. 25. september 1975.
Börn þeirra:
1. Sævar Óskarsson rafvirki í Reykjavík, f. þar 3. október 1956.
2. Elín Ósk Óskarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 18. desember 1957. Sambýlismaður Arngrímur Þorgrímsson.
3. Anna Maggý Óskarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. þar 28. apríl 1963. Maður hennar Pálmar Þór Snjólfsson.
Barn Kristínar Maríu:
4. Eygló Björk Hermannsdóttir, f. 26. mars 1945, d. 21. apríl 1967. Maður hennar Rútur Kjartan Eggertsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.