Óskar Illugason (Hjalteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elías Óskar Illugason.

Elías Óskar Illugason skipstjóri fæddist 1. nóvember 1909 á Brekku og lést 13. maí 1975.
Foreldrar hans voru Illugi Hjörtþórsson formaður, f. 26. júlí 1886 á Eyrarbakka, d. 30. nóvember 1930, og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1883 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 24. júní 1945.

Börn Illuga og Margrétar voru:
1. Elías Óskar Illugason formaður, síðast í Hafnarfirði, f. 1. nóvember 1909 á Brekku, d. 13. maí 1975.
2. Einar Sölvi Illugason vélvirkjameistari, f. 1. apríl 1911 á Brekku, d. 28. ágúst 1972.
3. Gréta Vilborg Illugadóttir húsfreyja á Akri, síðast í Kópavogi, f. 13. apríl 1912 á Brekku, d. 1. mars 1999.
4. Gunnlaugur Sæmundur Illugason, f. 28. nóvember 1914 í Landlyst, d. 2. júní 1916.
5. Gunnlaugur Hólm Illugason, f. 17. september 1917 í Landlyst, d. 24. nóvember 1918.
6. Guðný Inga Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. júní 1920 í Landlyst, d. 16. nóvember 2001.
7. Þóra Hólm Illugadóttir Hind húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 2. mars 1928 á Hjalteyri.
Barn Illuga með Guðnýju Eyjólfsdóttur, þá í Úthlíð, f. 7. júní 1890, d. 10. febrúar 1979:
8. Jóna Alda Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. júlí 1918 í Úthlíð, d. 2. ágúst 1992.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Laugalandi 1927.
Hann tók próf frá Vélskóla Vestmannaeyja 1930 og fékk skipstjórnarréttindi um svipað leyti, var formaður til heimilis hjá móður sinni á Hjalteyri í lok ársins.
Þau Elín giftu sig 1933, eignuðust Jósef Birgi á Sólvöllum, Kirkjuvegi 27 á því ári.
Þau fluttust í Garðinn, eignuðust tvö börn, fluttust til Hafnarfjarðar 1946 og bjuggu þar síðan.
Óskar var skipstjóri á mb. Stefni GK 329 um 12 ára skeið, keypti síðan mb. Blíðfara GK 40 og var skipstjóri á honum og gerði hann út um nokkurra ára skeið. Hann fékkst við útgerð uns hann tók að sér talstöðvarþjónustu í Hafnarfirði á meðan hún var rekin.
Óskar lést 1975 og Elín 2006.

I. Kona Óskars, (1. júlí 1933), var Elín Jósefsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, f. 30. júní 1915 í Reykjavík, d. 20. maí 1996.
Börn þeirra:
1. Jósef Birgir Óskarsson skipstjóri, f. 26. nóvember 1933 á Sólvöllum, d. 30. nóvember 2006. Kona hans,(skildu), var Ásta G. Ingvarsdóttir húsfreyja, 28. nóvember 1943 í Reykjavík.
2. Skúli Grétar Óskarsson vélstjóri í Grindavík, f. 16. júlí 1939 í Reykjavík. Kona hans Rós Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1947 í Reykjavík.
3. Illugi Þórir Óskarsson vélstjóri í Hafnarfirði, f. 24. janúar 1944 í Gerðum í Garði. Kona hans: Guðrún Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1942 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. maí 1996. Minning Elínar Jósefsdóttur
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.