Ása Bergmundsdóttir (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ása Bergmundsdóttir.

Ása Bergmundsdóttir húsfreyja, verslunarkona, verkakona fæddist 2. maí 1926 í Sjávargötu og lést 28. nóvember 2004 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Bergmundur Arnbjörnsson frá Presthúsum, síðar í Hvíld, sjómaður, bræðslumaður í Nýborg, f. 17. október 1884 í Klöpp, d. 21. nóvember 1952, og kona hans Elín Helga Björnsdóttir frá Miðbæ í Norðfirði, húsfreyja, f. 19. maí 1888 að Tjarnarlandi á Héraði, d. 7. ágúst 1963.

Börn Bergmundar og Elínar:
1. Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. apríl 1911 í Brautarholti, d. 21. júní 1996.
2. Guðrún Hildur Bergmundsdóttir, f. 1. júní 1912 í Presthúsum, d. 1. júlí 1913 í Götu.
3. Helga Bergmundsdóttir húsfreyja á Patreksfirði, f. 17. júlí 1913 í Götu, d. 26. apríl 1952.
4. Björn Bergmundsson sjómaður, verkamaður í Eyjum, f. 26. september 1914 í Götu, d. 26. mars 1981.
5. Elísabet Sigþrúður Bergmundsdóttir húsfreyja á Norðfirði, f. 21. mars 1916 á Kirkjubæ, d. 10. júlí 1981.
6. Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 27. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.
7. Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfreyja á Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, f. 15. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014.
8. Ása Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, á Dalvík og í Reykjavík, f. 2. maí 1926 í Sjávargötu, d. 28. nóvember 2004.
Fósturbörn Bergmundar og Elínar:
9. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, dóttir Aðalbjargar, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
10. Bergmundur Elli Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, sonur Ásu, f. 15. apríl 1948.

Ása var með foreldrum sínum fram yfir fermingu, var með þeim í Stakkholti 1934, á Faxastíg 8 A 1940 og 1945 og í Nýborg 1949.
Hún réðst vinnukona að Klaustri á Síðu og síðar í Reykjavík.
Síðan vann hún í Eyjum verslunarstörf, fiskvinnslustörf og við matreiðslu og bjó þá oft hjá foreldrum sínum í Nýborg.
Hún eignaðist Bergmund Ella 1948.
Þau Þórarinn hófu búskap upp úr 1950. Þau bjuggu nokkur ár í Franska spítalanum, Kirkjuvegi 20 í Eyjum, en fluttust síðan til Dalvíkur, eignuðust einn son 1959. Þau skildu.
Síðari maður Ásu var Jón Maríus Guðmundsson frá Sjólyst, skipstjóri, þá ekkjumaður, f. 9. febrúar 1920. Þau bjuggu á Vesturvegi 32 með Jóhannesi syni Ásu 1972.
Ása lést 2004. Jón lést 2006.

I. Barnsfaðir Ásu var Sigurður Þorkell Árnason sjómaður í Reykjavík, f. 15. mars 1928.
Barn þeirra:
1. Bergmundur Elli Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, f. 15. apríl 1948.

II. Fyrri maður Ásu var Þórarinn Kristjánsson sjómaður, kaupmaður á Dalvík og í Reykjavík, f. 13. júní 1920, d. 11. janúar 1983.
Barn þeirra:
2. Jóhannes Þórarinsson, kjörbarn, f. 2. nóvember 1959, sonur Aðalbjargar Bergmundsdóttur. Kona hans Álfheiður Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1962.

III. Síðari maður Ásu var Jón Maríus Guðmundsson skipstjóri frá Sjólyst, f. 9. febrúar 1920, d. 27. apríl 2006.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. desember 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.