Árnína Guðjónsdóttir (Borgarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árnína Guðjónsdóttir frá Ekru í Norðfirði, húsfreyja á Borgarhól fæddist 3. maí 1879 á Nes-Ekru í Norðfirði og lést 24. apríl 1963.
Foreldrar hennar voru Guðjón Eiríksson bóndi á Hofi í Norðfirði og víðar þar, f. 8. mars 1844, d. 2. janúar 1913, og kona hans Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1842, var á lífi 1930.

Árnína var með foreldrum sínum 1880 og 1890. Hún var húsfreyja í Reykjavík 1901 með Valtý og barninu Guðjóni eins árs og óskírðri stúlku. Þau voru á Akureyri 1905, á Sunnuhvoli á Húsavík 1910 með nýfæddan dreng, en áðurskráð börn voru þar ekki.
Þau fluttust til Eyja 1912 með barnið Guðjón Jakob, bjuggu í Byggðarholti 1916 og á Borgarhól 1917.
Þau eignuðust tvær stúlkur í Eyjum.
Fjölskyldan fluttist til Hafnarfjarðar 1922 og þaðan til Reykjavíkur 1923. Þar vann Valtýr við skósmíðar og viðgerðir á hljóðfærum.
Valtýr lést 1942 og Árnína 1963.

Maður Árnínu var Valtýr Brandsson Mýrdal skósmiður, f. 26. ágúst 1874 í Reynishjáleigu í Mýrdal, d. 21. nóvember 1942.
Börn þeirra:
1. Guðjón Valtýsson, f. 16. júlí 1900, d. 15. janúar 1910.
2. Stúlka, f. 23. ágúst 1901, d. 4. nóvember 1901.
3. Guðjón Jakob Valtýsson Mýrdal rakari í Reykjavík, f. 22. október 1910, d. 27. ágúst 1986.
4. Júlíana Valtýsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júlí 1916, (prþj.bók), í Byggðarholti, d. 3. nóvember 2008.
5. Sigrún Valtýsdóttir Mýrdal, f. 1. ágúst 1917 í Borgarhól, d. 4. maí 1939.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.